Blik - 01.06.1969, Side 158
á lofti og þokan beltaði sig um brún-
ir fjallanna.
Fyrri hluta dagsins var svo lagt af
stað í ferðalagið. Þær fóru fyrst sem
leið liggur inn Ljósárdílann, en þar
eru heimahagar frá Dalseli. Dílinn er
sléttur og mjög greiðfær yfirferðar.
Eftir það taka við Markarfljótsaur-
arnir alla leið inn fyrir Stóru-Dímon.
En þar breytir landslagið um svip.
Þarna tekur við víðlent og gróður-
ríkt graslendi, ])ar sem fjárhópar og
hrossastóð dreifir sér um grænar
grundirnar. Þarna skildu leiðir þeirra.
Móðir mín hélt ferð sinni áfram,
en Dísa fór að huga að ánum, sem
hún vissi að voru þarna saman við
annað fé.
Dísa hafði Snata, fjárhundinn,
með sér til aðstoðar við smala-
mennskuna. Hún hafði ekki farið
langt, er hún sá mann á ferð. Þetta
var hár og vörpulegur maður, sem
reið fallegum, hvítum hesti, og var
hann svo léttstígur, að engu var líkar
en hann snerti varla jörðina. Hann
bar því óvenjulega hratt yfir. Dísa
sá til ferða hans dálitla stund. En
þegar hann var kominn skammt frá
móður minni, stefndi hann í veg fyr-
ir hana. Þegar hann svo mætti henni,
nam hann staðar. Þá laut hann fram
á makka hestsins og virtist horfa til
hennar eins og hann væri að tala við
hana.
Þessi maður leit jafn eðlilega út og
hver annar ferðamaður. En hann
var í svo mikilli fjarlægð frá Dísu,
að hún gat ekki lýst honum nánar.
Fjárhundurinn hagaði sér mjög
einkennilega. Hann hljóp eins og
elding frá henni og var í svo miklu
uppnámi, að hárin risu á höfði hans.
Hann hlj óp síðan urrandi og geltandi
umhverfis manninn. Dísa fór þá að
stugga saman ánum, en þær voru
erfiðar, svo að henni gekk illa að
smala þeim saman. Hún afréð því að
bíða við og reyna að lokka Snata til
sín. Það bar engan árangur. Hann
virtist gj örsamlega upptekinn af öðru
og sinnti hvorki boðum né banni.
Ennþá var ókunni maðurinn þarna
og virtist vera í samræðum við Sig-
ríði. Dísa gizkaði á, að hann væri
sveitungi hennar eða einhver annar,
sem hún þekkti. Samt þótti henni það
einkennilegt, hversu Sigríður virtist
óróleg og var alltaf að kippa í beizl-
istauminn, eins og hún vildi komast
sem fyrst af stað.
Að lokum hélt ókunni maðurinn
áfram leiðar sinnar. Hvíti hesturinn
sporlétti bar hann hratt yfir enn sem
fyrr. Dísa sá það síðast til ferða hans,
að hann var kominn æðispöl í burtu
og var þá rétt framan við Markar-
fljót. Snati kom þá hlaupandi til
hennar, og gaf hún sig þá að smala-
mennskunni.
Nú víkur sögunni til Sigríðar móð-
ur minnar. Þegar hún hafði farið
dálítinn spöl áleiðis, bar tvennt að í
einu: Jarpskjóni, sem hún reið á,
snarstanzaði og stóð síðan hreyfing-
arlaus, án þess að hún kæmi honum
úr sporunum með nokkru hugsan-
legu móti. Jafnframt fann hún leika
um sig kaldan gust, sem næddi gegn-
um merg og bein. Henni fannst eitt-
156
BLIK