Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 159
hvað vera í návist sinni, sem hafði
mjög lamandi áhrif á hana — eitt-
hvað, sem dró frá henni lífskraft og
þrótt. Enginn sýnilegur farartálmi
var á leiS hennar framundan. Hún sá
Dísu nokkurn spöl frá sér og heyrSi,
aS hún reyndi aS lokka Snata til sín,
en aldrei þessu vant hljóp hann í
kring um Jarpskjóna og var í versta
ham, en sinnti ekki liót skyldum sín-
um viS féS og smalann. Þannig var
hvutti ekki vanur aS haga sér viS
ókunnuga hvaS þá heimafólkiS.
MóSur minni fannst þessi dvöl
vera orSin nógu löng. Henni hljóp
kapp í kinn, svo aS hún kippti snöggt
í tauminn og gat þá snúiS hestinum
viS. Fór hún þá dálítiS úrleiSis. Gekk
þá allt vel. Hún jafnaSi sig fljótlega,
og fannst þá sem hún væri komin í
annan og betri heim. ÞaS var sem
þungu fargi væri af henni létt. Hún
komst fljótlega aS Þverá, þar sem
bræSurnir biSu hennar fyrir handan
ána, sem var greiSfær yfirferSar í
þetta sinn.
MóSir mín sagSi svo síSar frá, aS
aldrei hefSi henni fundizt FljótshlíS-
in, þessi gróSursæla og undurfagra
sveit, brosa jafn hlýtt viS sér eins og
í þetta sinn. Hún var svo heima hjá
foreldrum sínum, þar til hún bjóst til
heimferSar. Ekki minntist hún á þaS
viS heimilisfólkiS í Múlakoti, aS
nokkuS óvenjulegt hefSi tafiS ferSir
hennar á leiSinni upp eftir.
Hún mæltist til þess viS bróSur
sinn, sem fylgdi henni yfir Þverá, aS
hann kæmi meS henni alla leiSina.
Hún gat ekki losaS sig viS beig, sem
hún fann innra meS sér, er hún hug-
leiddi, aS hún þyrfti aS fara aftur ein
um sömu slóSir heim.
A heimleiSinni bar ekkert til tíS-
inda, sem í frásögu er færandi.
Þegar hún kom heim, innti Dísa
hana eftir því, hvaSa manni hún
hefSi mætt, eftir aS þær skildu fyrir
ofan Stóra-Dímon. Þá sagSi móSir
mín henni, hvaS fyrir hana hefSi
komiS og fyrr er frá sagt. Dísa hafSi
þá líka sína sögu aS segja, þó aS hún
væri á allt annan veg.
Dísa var fyrst í staS hálf van-
trúuS á frásögn móSur minnar, svo
skýrt og eSlilega sem hún hafSi séS
ókunna manninn. En viS nánari í-
hugun fannst henni þaS harla ein-
kennilegt, hvaS hestur mannsins var
svifléttur og hann bar hratt yfir. Og
þegar Dísa hugsaSi sig betur um, var
þaS augljóst, aS SigríSur móSir mín
virtist alls ekki vilja tala viS ókunna
manninn, heldur ákveSin í því aS
komast sem fyrst leiSar sinnar.
Fyrir sitt leyti var móSir mín sann-
færS um þaS, aS Dísa sagSi satt og
rétt frá því, sem fyrir hana bar, og
líkindi voru til þess, aS bæSi Snati
og Jarpskjóni hefSu orSiS einhvers
varir, ekki fundizt allt þar meS felldu,
eftir því sem þeir gátu hitiS þaS í
lj ós.
Þó aS móSir mín sæi ekki þennan
einkennilega ferSalang, varS hún
samt fyrir lamandi og óhugnanlegum
áhrifum, sem hún átti erfitt meS aS
útskýra. Hún hafSi þaS einnig mjög
á tilfinningunni, aS eitthvaS dular-
fullt væri í návist hennar, þó aS hún
blik
157