Blik - 01.06.1969, Page 162
Við erum komnir, Vallarmenn, og yiljum
fyrir helgi á 14 hesta, [hafa
fengin skal oss sort hin bezta.
Búðarlokur beygðu háls og bljúgar mæltu:
„Sjálfir megið vöru velja,
varla skal hér ofdýrt selja."
Brauð og sykur, brennivín og beztu rullu,
sjálfsagt vil ég sjálfur hafa,
sanngjörn finnst mér þessi krafa.
I sætabrauðs- og sykurkassa svo hann
af rullustykki rekja náði, [vendi,
og rommið ekki gjör-forsmáði.
Tók hann nú að tala hátt og teygja svírann,
berja í borð og bjóða í glímu
og belja gömlu Andrarímu.
Því aldrei kvað hann að sig mundi aflið
ekki vit og ekki hreysti, [bresta,
við efldan fjandann sér hann treysti.
Átján djefils erki ’ára átt ég hefi
á Hólmsbergi í húðarslyddu,
hvað ei mundi takast lyddu.
Og einu sinni, sagði hann, í Selvoginum
við sjóinn leit ég skinnið standa,
samt ég hvergi hræddist fjanda.
Á mig réðist rammur fjandi, en ráð ei
Hausinn af ég hjó með saxi, [skorti:
svo helvítið lá dauður, lagsi.
Þegar hann hefur farið með þetta
gáskakvæði fyrir mig, segir hann
mér sjóhrakningasögu sína á vertíð í
Þorlákshöfn á sínum yngri árum.
„Arið 1883 var ég vinnumaður hjá
Hermanni Elíasi Jónssyni1 á Velli í
Hvolhreppi.
Þá vetrarvertíð reri ég í Þorláks-
1 Sýslumaður mun hafa skrifað nafnið
sitt þannig: Hermanníus E. Johnson.
höfn með Þorkeli Þorkelssyni frá Ös-
eyrarnesi.
Morguninn 29. marz var mikið
frost en stilluveður. Þegar á morg-
uninn leið, setti niður mikinn snjó.
— Öll Þorlákshafnarskipin reru stutt
nema eitt. Þar var formaður Ölafur
frá Dísarstöðum. Hann kom að um
morguninn með mikinn fisk og reri
þegar aftur. — Við eltum hann á
miðin. Við fengum mikinn afla, svo
að við hlóðum skipið. Síðan var
haldið til hafnar.
Allt í einu rak á austan-landnorð-
an veður með öskubyl. Við börðum
austur með Hafnarbergi og héldum
okkur sem allra næst Berginu til þess
að hafa landsýn. Við höfðum mann
fram í stafni á verði þar til þess að
sjá um, að við lentum ekki á grynn-
ingum eða skerjum. Eitt sinn taldi
hann of grunnt farið. Snérum við þá
frá landi, en í sömu andrá hjó stýr-
ið á steini, svo að það hrökk upp af
lykkjunum, en formaðurinn hélt um
völinn og innbyrði stýrið.
Loks hætti að miða áfram. Fleygð-
um við þá út öllum fiskinum, en nóg
var eftir af klaka í skipinu til þess að
kjölfesta það. Héldum við nú undan
veðri og vildum forðast landið. Sök-
um ofveðurs varð engum seglum
við komið.
Eftir að hafa hrakizt á árum und-
an veðrinu æði tíma, sáum við skip
hilla uppi skammt frá okkur. Þetta
var stórt seglskip, — frönsk fiski-
skúta. Við hrópuðum til Frans-
mannanna og báðum um hjálp. Hlupu
þá nokkrir menn fram á skipiö og
160
BLIK