Blik - 01.06.1969, Síða 165
hraðboöi upp í Hvolhrepp og Fljóts-
hlíð til þess aö grennslast eftir því,
hvort nokkrir þaðan væru hásetar
Þorkels.
Enginn okkar átti heima í Hlíðinni,
enda þótt foreldrar mínir byggju enn
þar í Bjargarkoti. Þrír áttum við
heima í Hvolhreppnum. Auk mín var
það Þorleifur frá Efra-Hvoli og Run-
ólfur vinnumaður Jakobs hreppstjóra
í Garðsauka.
Tveir mannanna voru af Rangár-
völlum, en hinir víða að.
Skeytið barst að Oseyrarnesi dag-
inn eftir að flaskan fannst. Auövitaö
vorum við allir taldir af.
Loks kom leiði. Fengum við þá
lánað skip í Eyjum og formann frá
landi, Jón Þórðarson frá Miðey í
Austur-Landeyjum. Hann fór með
okkur stytztu leið milli Eyja og lands,
upp í Kross-sand. Síðan gengum við
allir út aS Krossi og svo út aS Hall-
geirsey. ÞaSan upp aS KanastöSum.
Á þessu ferðalagi eru mér minnis-
stæðastar móttökurnar, sem við feng-
um hjá SigríSi Árnadóttur, konu ís-
leifs hónda á KanastöSum. Hún gaf
okkur öllum kaffi. Síðan lét hún
fylgja okkur vestur á Affallsbakkann
og vísa á vaðiö yfir ána. Við óðum
yfir AffalliS og gengum síðan upp
að Auraseli. Þar skildust leiðir. Aust-
urbyggjar héldu austur á bóginn.
Þar með var ég. Ég þráði mest að
ná fundi móður minnar heima í
Bjargarkoti. ÞangaS komst ég um
kvöldið. Þá voru réttar þrjár vikur
liðnar frá því aS hrakningurinn hófst
á ÞorlákshafnarmiSum.
Þeir síðustu af hrakningsmönnun-
um komu heim til sín á sumardaginn
fyrsta. Eftir 2—3 daga voru þeir allir
komnir aftur til Þorlákshafnar. Fram
skyldi haldið með sjósókn á vertíð-
inni. En hvar var nú skip að fá?
SkipiS, sem þeir voru á, brotnaði
nokkuð viS hlið hjörgunarskipsins,
frönsku skútunnar. SíSan rak það
upp í Grindavíkurklappir og fór þar
í spón. Nú fengu þeir leigt gamalt
skip, og ótrauðir stunduðu þeir sjó-
inn til vertíðarloka. Fiskur var næg-
ur, — já, mikill, svo að þeir fengu
300 fiska í hlut, áður en lauk. ÞaS
þótti jafnan sæmilegur vertíðarhlut-
ur.
Einn háseti Þorkels Þorkelssonar
var SigurSur Þorsteinsson frá Flóa-
gafli. Hann hefur skráS ítarlega
þessa hrakningssögu í bók sinni Þor-
lákshöfn. Nokkrum árum eftir aS ég
skráði þessa frásögn Sigurðar ís-
leifssonar, las ég frásögn SigurSar
Þorsteinssonar. Hvergi ber á milli í
frásögnunum, svo að nokkru máli
skipti. Svo trútt var minni SigurSar
Isleifssonar, þrátt fyrir hinn háa ald-
ur.
ViS hvörflum huga upp í Fljóts-
hlíðina. Fyrir svo sem 115 árum húa
í Bjargarkoti þar í sveit búhyggin
dugnaðarhjón, Einar bóndi Einars-
son og Ingibjörg Jónsdóttir.
ÁriS 1855 lézt Einar bóndi, aðeins
38 ára.
Ingibjörg húsfreyja í Bjargarkoti
var þekkt myndarkona, ekkja 31 árs,
og Bjargarkot var í rauninni sæmileg
BLIK
163