Blik - 01.06.1969, Page 166
jörð, þó að nafnið benti til annars.
Ymislegt fleira kom til og olli því, að
ekki skorti ekkjuna í Bjargarkoti
biðlana. Einn þeirra var Isleifur Ein-
arsson, bóndasonur frá Forsæti í
Landeyjum, sem fór hóglega að öllu
og bauð ekkjunni „fyrirvinnu“ sína
með millilið. Ekki hafði ísleifur
bóndason lengi dvalizt í fyrirvinnu-
mennskunni, er hann tók að stíga í
vænginn við ekkjuna ungu, og ekki
án árangurs. Hún var aðeins 6 árum
eldri en hann, svo að aldursmunur-
inn hindraði ekki hót og hamingju
í koti Bjargar. Þau gengu í hjóna-
band, Ingibjörg og Isleifur, 30. okt.
1857 eftir þrjár lýsingar í kirkju,
eins og lög gerðu ráð fyrir eða buðu.
Þá hafði fyrri maður Ingibjargar,
Einar bóndi Einarsson, legið í gröf
sinni aöeins tvö ár.
Hinn 19. ágúst 1863 fæddist þeim
hjónum í Bjargarkoti fyrsta barniÖ,
sveinn, sem skírður var Siguröur, —
Sigurður ísleifsson. Næstu þrjú árin
eignuðust hjónin tvo aðra sonu, Ar-
sæl og Einar.
Næstu 16 árin frá fæðingu Sigurð-
ar liðu heima í Bjargarkoti í önn og
yndi, því að fjölskyldan var samhent
og samlynd, iðju- og atorkusöm.
Elzti sonurinn lagði snemma fram
krafta sína til að létta framfærslu
heimilisins. Fráfærur ullu þörf á dug-
legum og trúum dreng til þess að ann-
ast hjásetuna, — sitja yfir ánum og
halda þeim til beitar. Það gerði Sig-
urður litli í Bjargarkoti svo fljótt
sem hann hafði aldur og þroska til.
Eftir fermingu Sigurðar tóku for-
eldrarnir að velta því fyrir sér, hvort
ekki mundi hyggilegt að ráða hann
til vinnu eða í vinnumennsku annars
staðar til þess að létta undir fram-
færslunni, því að ekki hefti skóla-
námið æskulýðinn á þeim árum frá
látlausri önn árið um kring. Tveir
yngri synir hjónanna voru komnir
undir fermingu og þess vegna liðtæk-
ir orÖnir til heimilisstarfanna, annar
tveim árum yngri en Siguröur og
hinn þrem árum yngri. Þeir gátu því
brátt leyst elzta soninn af hólminum
heima.
Haustið 1879 réðst Sigurður ís-
leifsson „vinnupiltur“ til sýslu-
mannsins á Velli, yfirvalds þeirra
Rangæinga, Hermanníusar Elíasar
Johnson. Heimili þeirra sýslumanns-
hjónanna, Hermanníusar og frú Ing-
unnar Halldórsdóttur, var eitt fjöl-
mennasta heimilið í hreppnum, Hvol-
hreppi. Þar voru að jafnaði 3—4
vinnumenn árið um kring og 6—7
vinnukonur. Heimilisfólkið var alls
milli 20 og 30 manns. Mikils þurfti
með á sliku heimili, og vinnumenn-
irnir voru sendir í verið allar vertíð-
ir, helzt til Þorlákshafnar. Frá sýslu-
mannsheimilinu á Velli var sjaldan
farið í kaupstað með minna en 12—
14 klyfjahesta. Verzlaö var á Eyrar-
bakka. Og svo vitnum við hér til
gáskakveöskaparins, sem fyrr er birt-
ur í greinarkorni þessu.
Fyrsta veturinn í vinnumennsk-
unni á Velli (1879—1880) réð sýslu-
maður Sigurð ísleifsson háseta a
vertíðarskip í Þorlákshöfn. Ekki er
mér kunnugt, hvort það var þá þegar
164
BLIK