Blik - 01.06.1969, Qupperneq 167
hjá Þorkeli Þorkelssyni í Öseyrar-
nesi. Síðan réri Sigurður Isleifsson
9 eða 10 vertíðir í Þorlákshöfn, -—■
fyrstu 7 vertíðirnar í þjónustu sýslu-
mannshjónanna og 2—3 eftir það á
vegum foreldra sinna.
Þegar Sigurður Isleifsson réðst að
Velli, var þar fyrir í vinnumennsku
Arni Filippusson frá Háfshóli í Holt-
um Bjarnasonar sterka (síðar Árni í
Ásgarði í Eyjum). Árni Filippusson
hafði þá verið sýsluskrifari hjá sýslu-
manni í 8 ár og öðrum þræði heim-
ilissmiður, því að margs þurfti við
um viðgerðir og smíðar á hinu stóra
heimili, dytta að húsum, smíða am-
boð, skeifur, ljábakka o. s. frv.
Við heimilissmíðunum tók nú
Sigurður ísleifsson, vinnupilturinn
frá Bjargarkoti, þegar hann gerðist
starfsmaður á Velli. Sýsluskrifara-
störfin voru falin öðrum, því að Sig-
urður var öðru vanari en skriftum í
uppeldinu í Bjargarkoti. Strax í
bernsku kom berlega í ljós, að hann
var fæddur snillingssmiður. Allt lék
í höndum hans, — allt gat hann smíð-
að, sem hann bar við, hvort heldur
var úr tré eða járni.
Hjónin ísleifur Einarsson og Ingi-
björg Jónsdóttir fluttu frá Bjargar-
koti árið 1886. Þá tóku þau til ábúð-
ar jörðina Önundarstaði í Krosssókn
í Landeyjum. Þá um vorið sagði Sig-
urður ísleifsson upp vinnumennsk-
unni hjá sýslumanninum á Velli og
fluttist heim til foreldra sinna að Ön-
undarstöðum, gerðist vinnumaður
þeirra, og var það næstu sex árin.
I Káragerði í Kross-sókn bjuggu
hjónin Jón Einarsson og Ástríður
Pétursdóttir. Þau áttu 6 börn. Tvær
dætur þeirra urðu kunnar húsmæður
og mæður í Vestmannaeyjum.
Næst elzta barn þeirra hjóna var
Guðrún,ráðsett og alvörugefin heima-
sæta, sem las ljósmóðurfræði.
Oft hyllast andstæðurnar hvor að
annarri, sækjast eftir að sameinast.
Það er vissulega staðreynd um
fleira en rafsegulskautin. Eitthvað
svipað þessu mátti með sanni segja
og rökum hugsa um Sigurð ísleifs-
son, bóndasoninn á Onundarstöðum,
og Guðrúnu heimasætu í Káragerði.
Hann, léttlyndi og gáskafulli gárung-
inn og galgopinn, felldi heitan ástar-
hug til alvörugefnustu og fáskiptustu
heimasætunnar í byggðinni, til henn-
ar Guðrúnar Jónsdóttur, heimasætu í
Káragerði, sem helzt ekki virtist
kunna að brosa. Enda reyndist vígi
þetta honum Sigurði hinum léttlynda
hreint ekki auðunnið. — En dropinn
holar steininn.
Guðrún heimasæta lagði mat á
hlutina af gætni og hyggindum. Flas
var þar ekki til fagnaðar, að henn-
ar hyggju. Hún vó og mat og íhugaði
vandlega það, sem varðaði heill
hennar og hamingju um alla framtíð.
Það skyldu vissulega fleiri gera.
Auðvitað vildi hún öðlast örugga
vissu fyrir því, að „rekabúturinn“
léttlyndi, gáskafulli og glaðlyndi frá
Onundarstöðum væri henni samboð-
inn í einu og öllu, væri ást hennar
verður. Víst heillaði hann hana öðr-
um þræði. Eitthvað hafði hann við
sig, sem dró hana að honum, en hún
BLik
165