Blik - 01.06.1969, Síða 168
flíkaði ekki kenndum sínum í tíma
og ótíma, hún GuSrún Jónsdóttir,
heimasæta í KáragerSi. Skynsemin
og hyggjan héldu þar dyggilega í
hönd tilfinninganna.
Arin liSu, eitt, tvö, þrjú. Heima-
sætan hélt bóndasyninum viS hey-
garSshorniS, svo aS hugur hans
hvarflaSi ekki annaS.
Á öndverSu árinu 1893 flutti Jón
bóndi Brandsson í Hallgeirsey skip
sitt og skipshöfn til Vestmannaeyja
til þess aS stunda þar sjósókn á þeirri
vertíS, er þá fór í hönd, eins og hann
hafSi gert um árabil, þessi dugmikli
formaSur þeirra Landeyinganna.
Einn af hásetum hans þessa vertíS
var Jón bóndi Einarsson í KáragerSi.
faSir GuSrúnar heimasætu.
í Vestmannaeyjum lágu þeir viS
eSa bjuggu í tómthúsinu Stíghúsi.
Hinn 15. marz (1893) varS slysiS
mikla. Jón Brandsson fórst meS
skipshöfn sinni allri einhvers staSar
á Álnum milli lands og Eyja. HaldiS
var, aS þeir hefSu ofhlaSiS skipiS í
þeim öra færafiski, sem þá var um-
hverfis Eyjar, sérstaklega inni á Ál.
Alls fórust 14 menn af skipi þessu.
VoriS 1893, tveim mánuSum eftir
slysiS, réSst SigurSur Isleifsson
vinnumaSur aS KáragerSi til ekkju
Jóns Einarssonar bónda, ÁstríSar
Pétursdóttur. Þá stóS hann á þrítugu
um sumariS, og GuSrún heimasæta
Jónsdóttir var 27 ára, lærS og starf-
andi ljósmóSir í sveitinni.
Þá gerSust líka hæg heimatökin í
ástamálunum, enda lét nú heimasæt-
an undan síga, hafSi raunar gert
þaS fyrr, lagt mat á biSil sinn, mann-
gerS hans, handlægni og búhyggni.
Heimasætan var heilluS. Hún fann
þaS og skildi þegar fram leiS, aS létt-
lyndi SigurSar og glaSværS var henni
lífsdrykkur, eins og hún sjálf var
skapi farin. Jafnframt reyndist Sig-
urSur Isleifsson konu sinni skapfast-
ur og trygglyndur mannkostamaSur.
Daginn fyrir Jónsmessuna eSa
sunnudaginn 23. júní 1895 var mik-
iS um aS vera í KáragerSi í Land-
eyjum. Þá voru þau gefin saman í
hjónaband,GuSrún Jónsdóttir, heima-
sæta og ljósmóSir,og SigurSur vinnu-
maSur ísleifsson. Prestur gifti þau í
Sigluvíkurkirkju. Vissulega var hér
stofnaS til farsæls hjónabands, sem
entist um 6 tugi ára.
Svo hélt búskapurinn og búrekst-
urinn í KáragerSi áfram næstu 8 ár-
in meS litlum tilbrigSum. Þó skal
þess getiS, aS eftir jarSskjálftana
miklu sumariS 1896 vann SigurSur
bóndi í KáragerSi mjög langa og
marga vinnudaga viS aS endurbyggja
sveitabæi víSsvegar um SuSurlands-
undirlendiS. Af kappi var unniS, eins
og jafnan, og vinnugleSin óþrjótandi
eins og alltaf. Sum dagsverkin gáfu
ekki alltaf mikiS í aSra hönd þá,
þar sem sárfátækt var ríkjandi meS
bændafólki og bærinn í rúst. Víst
er um þaS, aS þá innheimti SigurSur
Isleifsson ekki alltaf dagsverk aS
kvöldi. Þar var honum þá annaS rík-
ara í huga en launin sín.
ÁriS 1903 afréSu hjónin í Kára-
gerSi í Landeyjum, SigurSur og GuS-
rún, aS hætta þar búskap og flytja til
166
BLIK