Blik - 01.06.1969, Síða 170
ára skeið. Ýrnist réri hann á vetrar-
vertíðum eða á vorin og sumrin. Ar-
ið í kring vildi hann ekki stunda
sjósóknina. Aðra tíma vann hann að
smíðum, húsa- og bátasmíðum.
Mest allar bátasmíðarnar voru
framkvæmdar undir Skiphellum.
Þar vann Sigurður Isleifsson fyrst
að því að byggja uppskipunarbáta
fyrir Bryde kaupmann og Verzlun
Gísla J. Johnsen. Þá hófst smíði
hinna opnu skipa með færeyska lag-
inu 1903. Nokkuð vann Sigurður að
smíði þeirra næstu árin. Svo hófst
smíði vélbátanna hér brátt eftir 1907.
Þá vann Sigurður að byggingu þeirra
með Ástgeiri Guðmundssyni, báta-
smíðameistara, alltaf öðru hvoru
næstu árin. Síðan með Guðmundi
Jónssyni á Háeyri.
Mikið yndi hafði Sigurður ísleifs-
son af bátasrrííðunum, sérstaklega
smíði hinna opnu skipa, þar sem eng-
in var teikningin til þess að fara eft-
ir, sagði hann, allt byggt eftir aug-
anu. En vélbátarnir voru sniðnir og
byggðir eftir þar til gerðum teikn-
ingum. Sú bátasmíði var „nú ekki
mikil kúnst“, sagði öldungurinn átta-
tíu og fimm ára, er við ræddum þessi
verk þá, — og hann lyftist upp í
sæti sínu og hló. Nei, en smíði hinna
opnu skipa og báta, hún var ánægju-
leg, því að þar reyndi á smiðsaugað
og náttúrugáfuna.
Smíðaverkstæði sitt hafði Sigurð-
ur í kjallara íbúðarhússins að Merki-
steini. Þar vann hann öllum stundum,
er hann gat einhverra hluta vegna
ekki stundað störf annars staðar. Á
verkstæðinu smíðaði hann m. a.
spunarokka. Þeir bera vissulega af
öðrum rokkum, sem nú geymast á
Byggðarsafni Vestmannaeyja, um
það, hversu nettir þeir eru og snilli-
gerðir í heild. Þeir eru prýði safns-
ins.
Ástríður Pétursdóttir húsfrú frá
Káragerði í Landeyjum dvaldist í
Eyjum til aldurstilastundar. Hún lézt
á Heiði í Eyjum hjá Guðríði dóttur
sinni 5. ágúst 1919 84 ára að aldri.
Guðríður dóttir hennar hafði þá búið
ekkja á Heiði í 3 ár eftir fráfall Sig-
urðar hreppstjóra Sigurfinnssonar,
manns hennar.
Hjónunum Guðrúnu Jónsdóttur og
Sigurði ísleifssyni varð 5 barna auð-
ið:
1. Ásta Kristín, fædd í Káragerði í
Landeyjum 15. júlí 1898, -— Krist-
ín Sigurðardóttir, þekkt sauma-
kona í Vestmannaeyjum um árabil
og handavinnukennari við Gagn-
fræðaskólann þar um skeið. Hún á
nú heima í Reykjavík.
2. Ingi smiður Sigurðsson, fæddur í
Káragerði í Landeyjum 9. júní
1900. Kvæntur er hann norskri
konu, frú Agnes Sigurðsson (f.
Berger). Þau hafa búið í Merki-
steini frá giftingu (1932).
3. Áslaug Martha, fædd í Garðhús-
um í Eyjum 9. maí 1905. Hún nam
hjúkrun og hefur verið starfandi
hj úkrunarkona.
4. Sigríður Rósa, fædd 1907.
5. Jóna, fædd í Merkisteini 1909.
Hún lézt tveggja ára gömul.
168
BLIK