Blik - 01.06.1969, Page 173
honum illa, því að hann var beittur
hörðu og bjó þar við mikið tillits-
leysi, 10 ára drengurinn pasturslítill
og veikbyggður. Hann var látinn rísa
úr rekkju á morgnana á undan öll-
um öðrum til þess að hirða fjósið.
I haust- og vetrarmyrkrinu var geig-
ur í smávaxna og burðarlitla drengn-
um, þar sem hann burðaðist með
heylaupana ofan úr heygarði inn í
fjós einn og yfirgefinn að honum
fannst. Alls staðar var myrkur. Að-
eins glæta af lýsiskolunni, sem hékk
á stoð í miðju fjósinu. Þá skalf litli
drengurinn stundum af hræðslu við
ímyndaðar verur í myrkrinu. Hann
þóttist finna þær í námunda við sig.
Já, hann sá þær. Eitt sinn hljóp
kvenmaður fyrir fjósdyrnar, svo að
skrjáfaði í pilsunum hennar. Hann
sá hana svo greinilega. Þó kom þar
enginn við í hænum, og fjármaður-
inn, sem kom á fætur stuttu síðar,
varð ekki var nokkurra mannaferða.
Ofsjónir, sagði hann. Grillur, sagði
hann. Bjáni ertu, drengur, sagði
hann og spýtti mórauðu.
Sá siður hélzt hjá bóndanum í
Langa-Gerði, en svo hét hærinn, sem
litli drengurinn dvaldist á við fjós-
störfin, að reka kýrnar í vatn dag-
lega að vetrinum. Þá var litla drengn-
um oft kalt, meðan hann stóð yfir
kúnum. En samúðin og meðaumk-
unin reyndist takmörkuð hjá hinum
ráðandi. Meira bar á hinu, hörkunni
og refsihneigðinni, ef eitthvað bját-
aði á.
Árið 1914 fluttist Guðmundur
Guðlaugsson með móður sinni til
Reykjavíkur. Þar bjuggu þau sam-
an, meðan henni entist aldur, fyrst að
Hverfisgötu 70 en lengst að Berg-
staðastræti 32. Hann var stoð henn-
ar og stytta á elliárum hennar.
[ Reykjavík vann Guðmundur
Guðlaugssonar margs konar verka-
mannavinnu. Um tíma vann hann við
jarðrækt í útjaðri bæjarins. Við
uppskipunarvinnu við höfnina vann
hann margan daginn, skipaði upp á
bátum bæði kolum, salti, timbri, og
matvöru, en þá var lítið eða ekkert
um hafskipabryggjur þar í bæ.
Kolakraninn frægi var þá ekki til.
Kolum var mjatlað upp úr lestum
skipanna í hálftunnumálum, og kol-
in síðan borin á bakinu upp í kola-
port. Flest var þar þá á frumstigi.
Og vinnulaunin voru 35 aurar á tím-
ann og 50 aurar fyrir næturvinnu-
stundina. Oft var unnið frá kl. 6 á
morgnana til miðnættis.
Oft féll mikið af kolum í sjóinn
við uppskipunina. Guðmundur og fé-
lagi hans keyptu sér lítinn bát, sem
kostaði 50 krónur. Bátinn notuðu
þeir til þess að slæða upp kol úr höfn-
inni og selja eða nota sjálfir. Oft gaf
þessi iðja þeirra góða raun.
Sumarið 1914 var Guðmundur
Guðlaugsson kaupamaður á Norð-
firði og stundaði þar sjó það sumar,
líklega á útvegi Magnúsar Hávarðs-
sonar og Jóns Sveinssonar á Trölla-
nesi.
Á vertíð 1921 afréð Guðmundur
að freista gæfunnar í Vestmannaeyj-
um. Þá vann hann þar við aðgerð
og keypti fæði hjá Unu Jónsdóttur
BLIK
171