Blik - 01.06.1969, Page 174
Guðmundur Guðlaugsson
og Una skáldkona Jónsdóttir.
að Sólbrekku, eins og svo margir
aðrir vertíðarmenn í Eyjum á þeim
árum og síðar.
Þannig kynntust þau Una Jóns-
dóttir, skáldkona, og Guðmundur
Guðlaugsson.
Árið 1923 fluttist hann til hennar
í kotið og bjuggu þau síðan saman
ógift í 37 ár eða þar til Una lézt 1960,
eins og áður getur.
Þar sem Guðmundur var borinn
og barnfæddur í sveit, snerist hugur
hans að búskap. Aðeins fám árum
eftir að hann fluttist til Unu Jóns-
dóttur, hófu þau í sameiningu að
rækta sér tún suður í Kinn í Sæfelli.
Það tún ræktuðu þau upp úr mel og
grýttum jarðvegi. Enn fágar þessi
túnblettur sinn hluta af Kinninni.
Betur væri hún öll þannig ræktuð
upp. Vissulega voru ræktunaraðferð-
ir þeirra Unu og Guðmundar frum-
legar. Hún losaði t. d. hnullungsgrj ót-
ið upp úr jarðveginum með stuttum
og handhægum járnkarli, ef járn-
stutull þessi gæti heitað því nafni (en
hann er geymdur í Byggðarsafni
Vestmannaeyja), og Guðmundur ók
grjótinu burt í hjólbörum eða bar
það í fangi sér. Þetta var á ræktun-
aröldinni í Eyjum (1926—1939).
Þegar þau svo höfðu eignazt gras-
nytjar, komu þau sér upp bústofni.
Þau höfðu bæði kýr og kindur.
Þótt ekki væri fjárhópurinn stór og
oft væri langt liðið á kvöld, er dags-
verki lauk við að heyja handa skepn-
unum til vetrarins, veitti starfið þeim
báðum margar og miklar ánægju-
stundir. Bæði voru þau innilegir
dýravinir og fallegur var bústofninn
þeirra, þó að hann væri ekki stór.
Eftir lát Unu skáldkonu bjó Guð-
mundur Guðlaugsson nokkur ár ein-
setulífi á Sólbrekku, unz hann vegna
heilsubilunar varð að dveljast í
sjúkrahúsi. I Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja lá hann síðustu 5 ár ævinnar.
Ekki væri rétt að segj a, að hann hefði
verið þar þjáður eða mikið veikur,
en kraftarnir þurru fljótt og bágt átti
hann með að staulast um gólfin með
staf í hönd síðustu árin. Hann fylgd-
ist þó vel með öllu, sem gerðist helzt
í þjóðfélaginu, enda hafði hann allt-
af mikinn áhuga á ýmsum félagsmál-
um. Hann las lengst af blöðin og
hlustaði á Utvarpið og var til dán-
ardægurs vel málhress. Söngelskur
var hann og raulaði oft fyrir munni
sér sálmana, er hann hafði lært á
sínum yngri árum.
172
BLIK