Blik - 01.06.1969, Page 176
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Guðmundur á Háeyri áttræður
Hinn 14. okt. s.l. haust varð einn
af kunnustu horgurum þessa bæjar
80 ára. Það er Guðmundur Jónsson
skipasmiður á Háeyri við Vesturveg.
Guðmundur Jónsson á sér mark-
verða sögu, sem er nátengd útgerð-
arsögu Vestmannaeyja. Saga hans
er snar þáttur í sjósókn, aflaföngum
og þá ekki sízt í báta- og skipasmíð-
um Eyjamanna frá því laust eftir
aldamótin síðustu.
Guðmundur Jónsson fæddist að
Framnesi í Hraunshverfi við Eyrar-
bakka 1888. Foreldrar hans voru
hjónin Jón Guðmundsson, formaður,
og Ingibjörg Jónsdóttir. Þau hjón
eignuðust 17 börn, 10 syni og 7 dæt-
ur.
Guðmundur ólst upp við sjó-
mennsku frá blautu barnsbeini. Tví-
tugur að aldri (1908) fluttist hann
hingað til Vestmannaeyja og gerðist
bæði bátasmiður og sjómaður hér í
sveitarfélaginu. Jafnframt átti hann
því 60 ára búsetuafmæli hér. Ekki
hafði hann dvalizt hér lengi, er hann
gerðist útgerðarmaður, eignaðist
hlut í vélhát og var formaður hans.
Hann eignaðist hlut í v/b Olgu
haustið 1908 og var með hana fyrstu
vetrarvertíðina, þ. e. 1909. Síðan
var Guðmundur á Háeyri formaður
eða skipstjóri, eins og það er nú
orðað, í 29 vetrarvertíðir hér. Jafn-
framt stundaði hann smíðar á sumr-
um, og þá sérstaklega bátasmíðar.
Eins og flestum er kunnugt, sem
bera skyn á sögu byggðarlagsins ,þá
voru flestir fyrstu vélbátarnir hér
keyptir frá Friðrikssundi í Dan-
mörku.
Árið 1909 fluttist hingað danskur
maður frá Friðrikssundi,skipasmíða-
meistari. Sá hét Jens Andersen, bróð-
ir Péturs heitins Andersen, útgerðar-
manns og formanns að Sólbakka hér
við Hásteinsveg (nr. 3).
Fyrst í stað vann Guðmundur að
bátasmíðunum undir stjórn hins
danska skipasmíðameistara og lærði
þá mikið af honum. Þeir smíðuðu
t. d. saman v/b Trausta, sem legið
hefur í fjörunni á Hánefsstaðaeyr-
um í Seyðisfirði eystra um tugi ára.
Nokkru seinna tóku þeir að smíða
báta í sameiningu, Ástgeir Guð-
mundsson í Litlabæ og Guðmundur
á Háeyri. Taldist þá Ástgeir skipa-
smíðameistarinn fyrst í stað. T. d.
smíðuðu þeir v/b Enok o. fl. vélbáta.
Árið 1915 eða þar um bil stofn-
aði maður nokkur hér til atvinnu-
174
BLIK