Blik - 01.06.1969, Page 181
Jón Viðar Sigurðsson, f. 27. marz 1959, d.
8. sept. 1967. Foreldrar: Sigurður Jónsson
skipstjóri og kona hans, Kristborg Jóns-
dóttir, Hásteinsvegi 53.
Þú, Guð, ert ljóssins líf,
þitt líf með brosi skín, •—
í litlu barni birtast okkur
brosin þín.
Við fyrstu spor er spurt,
hvert sporin leiði hann,
hvort iífið megi láni krýna
lítinn mann.
Hann er sem blómið blítt,
sem brosir glatt og hreint
og ilmar j afnframt angansætt,
en engum meint.
Hann öllu fögru ann
og elskar sól og vor.
Að elska er hans innsta þrá
hvert ævispor.
Og björtu brosin hans,
þau benda glöggt þar á,
að Guð í honum eigi ítök,
ekki fá,
því innra auðlegð býr,
sem andans þroska fær,
af því að vilja vera bróðir
vinakær.
Við þökkum góða gjöf.
Hann glæddi okkar hag
og vakti okkur vonarstjörnu
og vonarlag,
að langa framtíð fram
hann fengi að lifa hér,
í drengja röskra settur sveit
og sóma sér.
En sköpum hér er skipt,
það skiljast leiðir nú,
en gef oss trú, sem treystir þér,
er tekur þú.
Nú deprast dagsins ljós
við drengsins héðanferð,
en náð þín gefi nýjan dag
með nýrri gerð.
Þótt stund hans yrði stutt,
er stóð hann hérna við,
annars heims hann unir dátt
við ástríkið.
Við þangað saman byggjum
úr bænarlogans glóð, [brú
er hvelfist ofar harmasút
og heljarslóð.
BLIK
179