Blik - 01.06.1969, Page 182
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Kafli úr ævisögu
Konsúlamenningin í algleymingi -—• Gömul minni
Á öðrum stað hér í ritinu birti ég
kafla um Magnús Guðmundsson,
bónda og formann á Vesturhúsum.
Hér óska ég að birta eilítinn kafla
úr annarri ævisögu. Þennan kafla
gæti ég líka kallað: Þegar Magnús
Guðmundsson fann til með mér.
Við skulum leitast við að skoða
söguna í réttu ljósi, — einnig þá
kafla hennar, sem kynnu að vera
okkur hvimleiðir.
Eg skírskota til 1. bindis bókar-
innar Fagurt er í Eyjum eftir Einar
ríka og Þorberg. Þar drepa höfund-
ar frásagnarinnar á tvo þætti í menn-
ingarsögu Vestmannaeyja á vissu
árabili eftir aldamótin síðustu. Þessi
bókarhluti eða frásögn þeirra félaga
vakti óskipta athygli mína. Atburð-
irnir standa mér ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum, því að þessir þættir
eða þessi fyrirbrigði bæjarlífsins
voru í algleymingi, er ég hóf lífsstarf
mitt hér í Eyj um fyrir meira en 40 ár-
um og kynntist bezt Magnúsi Guð-
mundssyni bónda á Vesturhúsum,
bindindismanninum drenglynda,
gæddum mikilli mannlund og félags-
þroska.
Þar hefst þá frásögn mín að þessu
sinni.
Þessir tveir áberandi þættir í bæj-
arlífinu á valdatímum konsúlanna
fyrir 40 árum og svo fyrr og síðar,
sem Einar vinur minn drepur á, voru
skattgreiðslan til páfans undir Pöll-
um, eins og nokkur hluti íslenzku
þjóðarinnar kallaði athöfnina á tím-
um siðbótarinnar og lengi eftir það
páfanum í Róm til háðungar, og svo
lifrartínsla barna og unglinga og
prang þeirra með lifrarbroddana í
hinum mörgu, smáu lýsisbræðslu-
skúrum eða lifrarbræðslum, er stóðu
við Strandveginn. Fiski af bryggju
var þá einnig hnuplað til sölu.
Oðrum þræði átti lifrartínslan sér
stað undir fiskkróapöllunum niður
við höfnina, er lágsjávað var, innan
um „skattana“. Þannig eignuðu börn
og unglingar sér lifrarbrodda þar, og
svo um bryggjur og bólverk og palla,
— stundum fisk líka að næturlagi -—
og seldu. Þetta lifrarbroddasnudd og
stundum ómengað hnupl var geig-
vænlegur þáttur í uppeldi æskulýðs-
ins í byggðarlaginu á valdatímum
konsúlanna, sem virtust hafa eins-
konar alveldi í bænum, voru alls
ráðandi í umboði fjölmennrar út-
gerðarmannastéttar og í skjóli fjár-
magns, er þeir ýmist áttu sjálfir eða
180
BLIK