Blik - 01.06.1969, Page 184
Viggó Bjönsson.
líka á sviði menningarmála, — sér-
staklega félagssamtaka. Hans var
verkiö að útrýma ósóma lifrartínsl-
unnar með því aS beita sér fyrir
stofnun Lifrarsamlags Vestmanna-
eyja, eftir aS beinamjölsverksmiöja
Th. Thomsens „setti upp tærnar“,
varS gjaldþrota eSa eitthvaö í þá átt-
ina.
MeS stofnun Lifrarsamlagsins féll
lifrartínslan niSur af sjálfu sér, meS
því aS hinar mörgu smáu lifrar-
bræSslur hurfu þá af yfirborði
Heimaeyjar — voru úr sögunni, —-
og Lifrarsamlagiö neitaði að kaupa
tínslulifur af börnum og unglingum.
Þannig varð þessum ósóma útrýmt
til léttis öllum þeim, sem unnu upp-
eldismálum bæjarfélagsins og vildu
að þeim vinna, efla þau og bæta.
Þannig átti bankastjórinn drjúgan
þátt í því mikilvæga uppeldisatriði.
Hann var vel menntaður maður, sem
skildi, hvar skórinn kreppti að.
A þessum árum beitti Viggó banka-
stjóri sér einnig fyrir aukinni verk-
menningu og vinnuhagræðingu í
eina frystihúsinu hér þá, frystihúsi
Isfélags Vestmannaeyja, og svo hin-
um yngri hraðfrystihúsum hér, þeg-
ar rekstur þeirra hófst. Fyrir öll þessi
markverðu menningaratriði ber að
þakka bankastjóranum og minnast
hans.
En „skattgreiSslan“ undir Pöll-
um hélt áfram um árabil. Þar gætti
ekki áhrifa bankastjórans. Þar var
hann enginn kyndilberi. Þar voru
það fulltrúar konsúlamenningarinnar
eða undirpallamenningarinnar, eins
og við getum líka kallað þetta fyrir-
brigði, sem gengu á undan „með
góðu eftirdæmi“, eins og nefndir
bókarhöfundar drepa á.
Þingmaöur kj ördæmisins, Jóhann
Þ. Jósefsson, hafði haldið þingmála-
fund í „Nýja-bíó“, nú vörugeymslu-
húsi Heildverzlunar Heiðmundar
Sigurmundssonar viS Vestmanna-
braut. Þetta gerðist síðari hluta
vetrar 1929.
Á fundi þessum tók ég til máls
fyrsta sinni hér í bæ á opinberum
vettvangi. í ræðu minni hélt ég fram
þeirri sannfæringu minni, að einka-
sala á sjávarafuröum myndi farsæl-
asta leiSin og öruggasta til þess að
tryggja útvegsbændum og sjómönn-
um hæsta heimsmarkaðsverö fyrir
sjávarafurðirnar. ÞingmaSur kjör-
dæmisins tók þessari hugsun minni
182
BLIK