Blik - 01.06.1969, Side 186
þær, að ég, þessi „barnafræðari",
væri „útsendari“ dómsmálaráðherr-
ans, sem einnig var þá kennslumála-
ráðherra, til þess að túlka þar á
fundinum og í bænum málstað hans
og hugsjónir, en ráðherrann var á
þeim árum og lengi síðan kunnasti
og skeleggasti málsvari samvinnu-
hreyfingarinnar í landinu. Fyrir það
m. a. hafði hann áunnið sér brenn-
andi óvild eða hatur vissra manna
og eiginhagsmunasamtaka í íslenzka
þjóðfélaginu. Og nú átti ég sem sé
að hafa „flett af mér gærunni“ og
gerzt opinberlega þjónn hins vonda
manns og hinna fráleitu hugsjóna
hans. Mikil var synd mín! Ég minn-
ist þess, þegar þingmaðurinn útskýrði
sekt mína með sínum innfjálgu orð-
um, hve hinir „sanntrúuðu“ fundar-
menn voru fullir vandlætingar og
hneykslunar. Hugsa sér að hafa slík-
an mann hér í kennarastöðu! Nei,
það skyldi ekki þolað. Vissulega
hafði bæjarfélag þetta komizt af án
mín til þessa. Það tilkynnti aðalkon-
súllinn mér með háðskum orðum í
ræðu sinni áeftirþingmaninum. Hann
var jafnframt kaupmaður og útgerð-
armaður. Hann tók það skýrt fram,
að Eyjafólk óskaði vissulega ekki
eftir að ala við brjóst sér kennara,
sem þjónaði verstu og óbilgjörnustu
niðurrifsmönnum íslenzka þjóðfé-
lagsins. Þá fyllti dynjandi lófatak
allan salinn.
Ég undraðist mest, hve mikinn
úlfaþyt ræða mín, þessi fátæklegu
orð mín, höfðu valdið konsúlaliðinu
í bænum og öllum fylgifiskum þess.
Þó undraðist ég fyrst stórlega, er
ég fékk að kenna á eftirköstum þess-
arar viðvaningslegu fundarræðu
minnar, af því að ég þekkti ekki hinn
ríkjandi anda umhverfisins, þekkti
ekki alla þætti bæjarlífsins og sögu-
lega myndun bæjarins sjálfs og mót-
un. Nokkrir menn áttu bœinn í hróks-
valdi fjár og atvinnrekstrar. Þeir
hinir sömu höfðu næsta ótakmarkað
vald yfir 6 fulltrúum af 9 í bæjar-
stjórn Vestmannaeyja. Helzt var það
Kolka læknir, sem eitthvað var ekki
ánægður og steytti görn endur og
eins. Þá fékk hann líka að vita, hver
hann var og hvar hann Davíð keypti
ölið.
Eftir fundinn skrifaði þingmaður-
inn í blað sitt Víði og sendi almenn-
ingi þessi orð um innræti mitt:
„Flestir ungir menn eru svo vandað-
ir að upplagi, að þeir ættu skilið að
hafa þá eina menn til fræðslu og veg-
sögu, sem eru vandir að hlut sínum“.
Þarna fékk ég það óþvegið. Ég var
sem sé ekki vandur að hlut mínum.
Þetta áttu foreldrar þeir að vita hér
eftir, sem trúðu mér eða höfðu trúað
mér til þess að annast með þeim upp-
eldi unglinganna, þeirra, sem vildu
læra hjá mér í Unglingaskóla Vest-
mannaeyja, eins og skólinn hét þá
og fram til 1930.
Eitt bréf barst mér strax. Það var
þess efnis, að unglingurinn væri „hér
með“ tekinn úr skólanunr frá mér til
þess að firra hann grandi. Meiri varð
nú ekki árangurinn að því sinni.
Bréfið á ég enn. Það er mér gim-
steinn.
184
BLIK