Blik - 01.06.1969, Page 187
Og meira fékk ég: „Bolsaklíkan
getur hrósað happi yfir því að hafa
nú fengið þennan afdankaða leiðtoga
af Norðfirði til þess að flónskast hér
á opinberum fundum“. •—- Minna
mátti það ekki kosta. Afkvæmið er
skilgetið, sögðu kunnugir.
Og meira fékk ég í blaði þing-
mannsins eftir fundinn: „Allir, sem
til þekkja, vita, að viðtal við „skyn-
saman útgerðarmann“ er ekki annað
en heilaspuni hins nauðaómerkilega
barnakennara, því að alls enginn
meðal útgerðarmanna hér mun hugsa
eða tala þessu líkt. Er það í þessu
sem öðru, að maðurinn veit fátt og
skilur lítið í þessum efnum, svo að
fávizka og öfund til þeirra, sem hon-
um eru fremri, hlaupa með hann í
gönur.“
Hér var ég þó titlaður barnakenn-
ari. Venjulegur titill þingmannsins á
mér var „barnafræðari“, „ung-
mennafræðari“, „unglingafræðari“. í
þeim titlum fannst mér, að fælist
spottið og fyrirlitningin mesta í eyru
fólksins á starfi mínu.
Mér hafði orðið það á að bera
fyrir mig orð virðulegs útgerðar-
manns í Eyjum um nauðsyn þess að
skipuleggja afurðasölu þjóðarinnar,
því að þar gæti ekki gilt lögmál hinn-
ar skefjalausu samkeppni. — En
kyndilberinn taldi sem sé mjög ólík-
legt, að nokkur útgerðarmaður í Eyj-
um léti slíka heimsku (!) í lj ós eða
hugsaði þannig um afurðasölumálin.
Á. 0. blaðamaður í Reykjavík sat
þennan þingmálafund í Nýjabíó.
Hann skrifaði síðan langa grein um
hann í blað þingmannsins. Þar lét
blaðamaðurinn þessi orð falla um
mig persónulega: „Öllum er sýnilegt,
að hann er nokkurs konar tilberi,
sem fengið hefur í belg sinn með
góðu móti, en farið húsavillt, þegar
hann ætlaði að losa sig við það .. .“
(Víffir 1929, 15., 18 og 20. tbl.).
Hvað þýðir svo orðið tilberi? Það
er þj óðsagnarkvikindi, sem galdrað
er fram til þess að mjólka kýr og ær
annars fólks. Þess háttar þjófnaðar-
kvikindi var ég þá að mati og á máli
Á. 0. og konsúlamenningarinnar í
Vestmannaeyju fyrir 40 árum.
Á. 0. blaðamaður var gestur hér
í bænum, er hann skrifaði þessar sví-
virðingar um mig. Hann hafði ég
aldrei talað við, aldrei séð hann fyrr
en á fundinum, og engin deili á hon-
um vitað.
Auðheyrilega hafði kyndilberum
undirpallamenningarinnar í bæjarfé-
laginu eða konsúlnum tekizt að veita
honum rækilegan „heilaþvott“, áður
en hann gekk á fundinn eða þá eftir
hann, áður en hann hellti svívirðing-
unum yfir mig, —- ungan mann, sem
hann hafði aldrei fyrr hvorki séð né
heyrt. Ollu skal fórnað í þágu hug-
sjónanna og málstaðarins! „Mikil er
trú þín kona“, stendur þar.
— Eitt sinn þóttist ég lesa grein
í Lesbók Morgunblaðsins eftir þenn-
an sama blaðamann, þar sem hann
ræddi huglækningar, — dulrænar
huglækningar. Það er vissulega á-
nægjulegt til þess að hugsa, þegar
fólk öðlast loks vit og þroska til þess
að veita sér ákjósanlegar lækningar
BLIK
185