Blik - 01.06.1969, Side 189
Vissulega veitti meiri hluti fólks-
ins valdamönnum þessum, kyndil-
berum sínum, brautargengi á vissum
úrslitadögum. Atti það þá ekki sinn
hlut í ósómanum? Fylgdi þar enginn
hugur máli? Var fylgispekt þess við
ósómann algjörlega utan garna? —
Já, ótrúlega mikið utan garna. Það
reyndi ég persónulega bæði fyrr og
síðar. Fólkið í heild átti ekkert skylt
við þennan hroða í hugsun og at-
höfnum. En það lét reka sig á vissum
dögum eins og fé til slátrunar.
Hér, eins og svo oft fyrr og síðar,
var ungur maður að velta fyrir sér
atburðunum og fyrirbrigðunum í til-
verunni. Hann var að hefja lífsstarf
sitt og stóð á krossgötum. -— Vegir
til allra átta, allra meginátta. Yfir
hann dundi beljandi foraðsveður úr
einni áttinni, — einmitt þeirri, sem
hann varð að arka í, ef settu marki
skyldi náð.
Hugurinn reikaði víða. — Ungi
Islendingurinn hafði lesið mörg
spekiorð fornritanna í lestrarfýsn
sinni og bókhneigð. Hann tók að
hugleiða hið forna orð gifta og merk-
ingu þess. Það er samstofna með
orðunum gjöf og gœfa. Víst er gæfan
gjöf. Og gifta manna er mismunandi
sterk, fullyrtu forfeður okkar. Fólst
hér ekki vísdómur? Víst vegnar
mönnum mismunadi vel í lífinu.
Vissulega er mönnum það mismun-
andi gefið að sigrast á ýmiskonar
erfiðleikum. Giftan eða gæfan virð-
ist fylgja sumum, öðrum ekki. Hér
var það máttur giftunnar, sem reið
baggamuninn, réð úrslitum. Hvað
skyldi það vera með manninum, sem
býr honum eða skapar honum hina
máttugu giftu — ósigrandi giftu?
Var það hin sterka trú á „handleiðsl-
una“, hina „sterku hönd“, eða var
það máttur viljans einn sveipaður
hugsjónaeldinum? Ef til vill hvort-
tveggja.
I leyndum átti ég í baráttu við
sjálfan mig og umhverfið. Fávizka
var mér sárasta fátæktin. Það fann
ég bezt, þegar ég þurfti að kryfja
sjálfan mig til mergjar, ef ég mætti
orða það þannig.
Þetta voru einskonar „Einræður
Starkaðar“, eins og skáldið Einar
Benediktsson kallar slíkar hugleið-
ingar, uppgjör við lífið sjálft, til-
veruna og sjálfan sig. Smámsaman
fann ég það æ glöggar, að leynd
áhrif hins mennilega æskuheimilis
míns orkuðu á viljann og hugsunina.
Þar ríkti alltaf trúarhiti án alls þröng-
sýnis eða ofstækis, — heilbrigður
og víðsýnn trúarhiti, heiðarleiki, víð-
sýni og sannleiksást. Aldrei að víkja
frá góðum málstað!
Hér skyldi til stáls sverfa og gift-
una reyna til hins ýtrasta. Mér var
nú satt að segja ekkert að vanbúnaði
lengur. Þetta var árangurinn af ein-
ræðum mínum við lífið sjálft, tilver-
una og umhverfið. Og ég hafði tekið
mínar ákvarðanir. Gegn því að verða
samdauna umhverfinu skyldi ég
spyrna af ýtrasta mætti. Engan frið
skyldi ég bjóða þeim.
Allt tók þetta miklu lengri tíma en
það tekur að segja frá því. Ungur
maður óreyndur á vegamótum. Þá
BT.IK
187