Blik - 01.06.1969, Síða 190
er skorturinn á sjálfsþekkingu til-
finnanlegasti skorturinn.
Engin lög voru þá í gildi um ung-
lingaskóla í kaupstöðum. Auðvitað
var alveldinu í bænum í lófa lagið
að klippa á þráðinn, taka fyrir allar
fj árveitingar til skólans undir minni
stjórn. Hvað var annað líklegra?
Þessir herrar valdsins áttu þá 6 full-
trúa af 9 í bæjarstjórn Vestmanna-
eyja, en þar voru manngerðirnar
vissulega ekki steyptar í sama mót.
Þess naut ég víst, — stundum að
minnsta kosti.
Mitt í þessum einræðum mínum
var drepið á dyr hjá mér. Komu-
maður var Magnús bóndi Guðmunds-
son á Vesturhúsum og skrifstofumað-
ur hjá Kaupfélaginu Bjarma hér í
bæ, þegar hér var komið hinni löngu
starfsævi hans.
Við Magnús höfðum kynnzt lítils-
háttar í bindindisstarfinu í bænum.
Báðir vorum við áhugasamir bind-
indismenn. Bindindi var okkur báð-
um hugsjón. Hann hafði þá starfað
í stúkunni Báru nr. 2 áratugum sam-
an og verið þar í fararbroddi oft og
tíðum öll þau ár. Eg beitti hins veg-
ar áhrifum mínum af fremsta megni
gegn tóbaks- og áfengisnautn ungling-
anna, sem hjá mér gengu í skólann.
Ekki fór ég þó nærri strax að vilja
Magnúsar Guðmundssonar og fleiri
áhugasamra stúkumanna um að
ganga í stúkuna með hóp nemenda
með mér, ekki fyrr en eftir 10 ár.
Þá loks, 19. febrúar 1939, gekk ég
í stúkuna Báru nr. 2 með 32 nem-
endur mína með mér. Það fannst
mér Ijóssins dagur í lífi mínu og
starfi. Æðsti templar lýsti þá yfir
því, að þetta væri stærsti sigur og
stærsti hópur innsækjenda þau 50 ár,
er stúkan hafði þá starfað. Séra Jes
A. Gíslason hafði orðið.
Á fertugsafmæli mínu um haustið
heiðruðu nemendur mínir mig með
því, að 20 af þeim gengu í stúkuna
til samstarfs við okkur hin, sem þar
voru fyrir. Meiri heiður gátu þeir
naumast sýnt mér, að mér fannst.
Enn ylja þessi minni mér.
Nokkru síðar skrifaði sér Jes A.
Gíslason, sem var forustumaður bind-
indisstarfsins í bænum þá og naut
almenns trausts og tillitssemi, — líka
konsúlavaldsins —, skelegga grein í
skólaritið Blik, sem birtist öllum í
bænum. Þar skrifar hann: „Hvernig
á að bjarga þeim yngri, hinni upp-
vaxandi kynslóð, svo að hún farist
ekki í þessu syndaflóði? Það verður
að byggja vígi, og það verður jafn-
framt að verja þessi vígi fyrir árás-
um hinna mörgu, sem ekki hafa opin
augu fyrir háskanum. Fornþj óðirnar
áttu slíkar háborgir, sem þær vörðust
úr.
Við hér í Vestmannaeyjum eigum
slíkar háborgir til skjóls og varnar
þeim, sem við viljum sérstaklega
forða frá glötun áfengisnautnarinnar,
og þessar háborgir eða vígi eru skól-
arnir okkar, þar sem kennararnir
hafa tekið höndum saman um að
bægja hættunni frá æskulýðnum með
áminningum og góðu eftirdæmi.
Verður hér í þessu sambandi hvarfl-
að huganum til Gagnfræðaskólans
188
BLIK