Blik - 01.06.1969, Side 191
hér, því að í þeim skóla eru nemend-
urnir komnir nær hættunni en í
barnaskólanum . . . Þessi skóli er því
sjálfkjörið vígi í þessu efni þeim,
sem þangað hafa leitað. Og reynsla
undanfarinna ára hefur sýnt það.
Þar er sú bindindisstarfsemi gróður-
sett og ræktuð, að slíks munu eins
dæmi í skólum landsins, því að hver
einasti nemandi þar er félagsbundinn
í bindindisfélagi innan skólans og
meiri hlutinn auk þess félagsbundinn
í stúkum I.O.G.T. hér í Eyjum. Og
starfsþrekið og starfsviljinn í skóla
þessum fer einnig þar eftir. Glaðir
og ákveðnir mæta nemendurnir til
starfa á hverjum morgni, hresstir og
endurnærðir af heilnæmustu svala-
lind lífsins, svefninum.
Þakklátir megum við Eyjabúar
vera fyrir það, að hópur æskumanna
vorra á kost á því að dvelja í þessu
vígi sér til andlegrar og líkamlegrar
hressingar . . . Það er því engin
furða, þótt þeir, sem næstir standa
þessari stofnun og finna til þeirrar
ábyrgðar, sem á þeim hvílir í sam-
bandi við hana, reyni af fremsta
megni að verja þetta vígi og beita
öllum kröftum og meðulum til þess
... reyni af alefli að slá vopnin úr
höndum þeirra og rjúfa skjaldborg
þeirra allt of mörgu manna hér sem
víðar, sem vilja verja ósómann ...“
Þetta voru orð séra Jes A. Gísla-
sonar, eins og þau eru birt í riti skól-
ans, prentuð þar á sínum tíma og les-
in um allan bæ, líka af konsúlunum
og nánustu fylgifiskum þeirra. Eng-
inn var ber að baki í skóla- og upp-
Séra Jes A. Gíslason.
eldisstarfi, sem átti vild og fylgd
manna eins og Magnúsar Guðmunds-
sonar og séra Jes A. Gíslasonar, —
engin ástæða til að kveinka sér eða
örvænta í lífsstarfinu á meðan. Þessir
menn voru alltaf taldir í hópi merk-
ustu borgara bæjarins á sínum tíma
og viðurkenndir hugsjónamenn í
menningarlegu tilliti.
Og nú voru góð ráð dýr hjá kynd-
ilberum undirpallamenningarinnar í
verstöðinni, þar sem þessir tveir góð-
borgarar stóðu svo fast með mér og
málstað mínum í skólastarfinu, eins
og flestir hinna, sem unnu bindindis-
hugsjóninni. Nú þurfti sannarlega að
vekja upp og senda á mig magnaða
sendingu. Oflugt þurfti það rifbein
að vera. Já, þar þurfti að vanda val-
ið verulega vel, -— manngerðina og
vitsmunina! Og sjá, konsúlarnir
fundu það, sem þeir leituðu að!
BLIK
189