Blik - 01.06.1969, Page 192
Kristinn Ólafsson.
Nokkru síðar birtist í blaði þing-
mannsins og annarra valdhafa and-
spyrnuaflanna í bænum 6-dálka grein
um mig og skólastarf mitt. Þar svar-
aði greinarhöfundurinn, Guðlaugur
nokkur Gíslason, sem þá var ein af
upprennandi stjörnum andspyrnunn-
ar og flokksvaldsins í bænum, grein
sér Jes A. Gíslasonar í Bliki og svo
sinni eigin spurningu: „Er Þ. Þ. V.
starfi sínu vaxinn?“ Þar komst grein-
arhöfundur að þeirri niðurstöðu, að
ég væri óalandi og óferjandi skóla-
maður og skólastjóri, og skyldist því
sviftast öllum bjargráðum. Til þessa
hafði konsúlavaldið í bænum
skammtað mér rúmlega hálf laun
miðað við árslaun annarra skóla-
stjóra í landinu, en þá voru þessar
launaákvarðanir í höndum valdhafa
bæjar- eða sveitafélaganna. Þessari
launakúgun hafði Kristinn Olafsson,
lögfræðingur og skólanefndarfor-
maður mótmælt: Sú afstaða hans til
mín og launakúgunarinnar kostaði
skólanefndarformanninn formennsk-
una í skólanefnd Gagnfræðaskólans
í Vestmannaeyjum. Þannig voru þessi
átök illrætin eins og mannssálirnar.
(Eg skírskota til fundargerðabókar
skólanefndar Vestmannaeyja frá þess-
um árum til sönnunar þessum ótrú-
legu atburðum).
En grein Guðlaugs Gíslasonar urn
það, hvort ég væri starfi mínu vax-
inn, varð mér til góðs: Hún sann-
færði mig um það, að ég var á réttri
leið í starfinu. Hún jók mér þannig
mátt, baráttukjark og trú á eigin mál-
stað; efldi með mér baráttuhug gegn
undirpallamenningunni og kyndil-
berum hennar.
Undirpallamenningin í kaupstaðn-
urn hafði nú eignazt nýja, rísandi
sól, sem varpaði skærum geislum sín-
um óspart undir pallana eins og ann-
ars staðar um hauður og haf kon-
súlamenningarinnar í kaupstaðnum.
Þessi rísandi sól var höfundur 6-
dálkagreinarinnar, þingmannsefni
Flokksins og konsúlsefni, — arftak-
inn mikli.
Alda reis og alda hneig og ég
skemmti mér konunglega. Ekkert kom
mér nú lengur á óvart. Víl var mér
nú jafn fjarri og brennivínspelinn.
Enn stend ég í þakklætisskuld við
sendingu þessa, arftakann skilgetna,
fyrir 6-dálkagreinina, því að nokkru
síðar tók sjálfur fræðslumálastj óri
svari mínu og lýsti yfir því, að við
almenna prófun á kunnáttu nemenda
190
BLIK