Blik - 01.06.1969, Síða 194
son glöddust einlæglega. Það gerðu
fleiri, ekki sízt foreldrarnir.
En þetta var dálítill útúrdúr hjá
mér um atburði, sem að sumu leyti
eru nokkru yngri en þeir, sem í raun-
inni eru hér til umræðu. Þó snerta
þeir andleg tengsl okkar Magnúsar
Guðmundssonar og þess vegna drep
ég á þá hér.
Bindindisstarfið frá fyrstu dvöl
minni hér í bænum leiddi sem sé til
samhugar eða samhygðar milli ým-
issa mætra manna og skólans eða
starfs míns þar, — skapaði hugar-
tengsl milli mín og þeirra manna
sumra, sem kyndilberar undirpalla-
menningarinnar vildu ógjarnan
styggja eða veigruðu sér að ganga
í berhögg við af stjórnmálaástæðum.
Þannig urðu þeir mætu menn eins
konar skjaldborg, og bindindisstarfið
mér vígi. Og Magnús Guðmundsson
var einn af þessum „skjaldborgar-
mönnum“. ■—- Hann var nú staddur
heima hj á mér til þess að blása í mig
kjarki og hugrekki eftir fyrsta á-
hlaupið. Magnús bóndi hafði látið
sér til hugar koma, að ég væri miður
mín eftir allar svívirðingarnar og
vissi naumast mitt rjúkandi ráð.
Hann tók því nú að hughreysta mig,
þessi blessaður öðlingur.
Við ræddum málin frá ýmsum
hliðum og stundum í léttum tóni.
Loks tjáði ég Magnúsi eins og var,
að nú skyldi ég betur en áður í hví-
líka ormagryfju eða hvílíkt grafar-
kuml Asgeir fræðslumálastj óri hefði
sent mig, er hann bað mig að loknu
kennaraprófi (1927) að glíma við
að endurreisa eða lífga við Unglinga-
skóla Vestmannaeyja, sem hafði ver-
ið í andarslitrunum undanfarin ár.
Auðvitað var sú ósk fræðslumála-
stjóra sprottin af trausti og góðvild
til mín. Og hvernig átti hann að
þekkja öll einkenni „undirpallamenn-
ingarinnar“, þessa sérkennilega fyrir-
brigðis í þróunarsögu byggðarlags-
ins og í menningarsögu þjóðarinnar.
Þarna tjáði ég Magnúsi mínum
Guðmundssyni, að héðan af skyldi
til skarar skríða og til stáls sverfa
með mér og skólanum annars vegar
og drottnandi menningu eða vald-
höfum bæjarins hins vegar. Þetta
sagði ég Magnúsi bindindisbróður
mínum afdráttarlaust. Af hólminum
yrði ekki flúið héðan af, hvað sem
framtíðin kynni að bera í skauti
sínu. Ég var bæði vanur beitningu
og aðgerð, ef svo bar undir, og á
landbúnaði vissi ég líka nokkur deili.
Þessi ákvörðun mín féll hinum
gamalreynda sjómanni og sægarpi
vel í geð. Ég var fullur aðdáunar á
Magnúsi Guðmundssyni, þegar hann
kvaddi. Og minnið um hann dái ég
enn, því að ég reyndi hann að sér-
stakri mannlund og miklum dreng-
skap á viðkvæmri stundu, þegar
sverfa skyldi að mér, svo að lífið
yrði mér óbærilegt við að rækja
starf mitt og endurreisa framhalds-
skóla í Vestmannaeyjum, einhverja
allra aumustu fræðslustofnun lands-
ins, bónbjargarstofnun áhaldalausa,
umkomulausa, allslausa. Reyndar átti
skólinn að vera „dauður“ fyrir löngu,
en einhvern veginn hafði hann tórt,
192
BLIK