Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 196
(kjallara barnaskólans nýja. Þ.Þ.V.).
Ekki hefur það bætt úr skák, að
fram af þessu herbergi var eldaður
matur í heilt ár og lagði matarguf-
una inn á bækurnar. Skömmu eftir
að ég komst í bæjarstjórnina, skoð-
aði ég safnið og varð forviða á því,
hve margar góðar bækur það átti.
þar á meðal ýmsar mjög verðmætar
bækur, sem nú eru orðnar ófáanleg-
ar. Á bókunum var þykkt myglulag
og óloftið af þeim svo magnað, að ég
efast um að annað sé hægt að gera
við meginið af þeim en aka þeim
fram af Urðunum ...“
Þetta voru orð Páls Kolka læknis
um sýslubókasafnið í ríki konsúl-
anna og undirpallamenningarinnar,
enda fékk hann orð í eyra hjá aðal-
konsúlnum í bæj arfélaginu, sem
Hannes bóndi sá, að lét „tólgar-
skjöldinn“ skína við sólu, eins og
Skagafjörður séra Matthíasar skein
skærast á sínum tíma og æ síðan.
Aðal-konsúllinn skrifaði þetta um
Kolka lækni: „Mér hefur oft sýnzt
það og mér sýnist það enn, að þessi
hinn mikli og snjallráði spítalalækn-
ir, spekingur og frelsishetja sé í
mörgu allmikið andlega skyldur
Sölva heitnum Helgasyni . . . Sá ljóð-
ur var á ráði hans, að hann þóttist
vera miklu meiri en hann var. Hann
kallaði sjálfan sig heimspeking, skáld
og listamann, og auðvitað hefur hann
þótzt vera meiri læknir en aðrir.
Honum var þessi vitleysa til mikils
meins, og fyrir allt þess háttar var
hann lítils virtur og hæddur . . .
En þessi eftirlíking Sölva heitins
(Kolka læknir) fer ekki um landið
að staðaldri, ekki nema þessa einu
ferð, sem verkaði öfugt við það, sem
ætlað var . . . Andlegi skyldleikinn er
auðsær, grobbið og gortið“ (Minn-
ing Sölva eftir G. 0.) (Skýringin
við orðin: „. . . þessa einu ferð . . .“
verður ekki gefin hér. Þ. Þ. V.).
„Hver maður sinn skammt“, stendur
þar, — einnig Kolka læknir.
Þegar þessar svívirðingar voru
skrifaðar og birtar almenningi um
lækninn, hafði tekizt að koma at-
vinnurekstri Gísla J. Johnsens hér
í Eyjum fyrir kattarnef. Kunnugt
var og haft á orði, að fólk hans galt
páfanum skatt í skálar úr „postulíni“,
ha, ha, ha, þvílíkur endemis hégómi!
Og að Breiðabliki var „kamarinn“
innan húss.Það kórónaði allan hinn
hégómann!1
Tvö voru skautin á menningar-
hnetti Eyjanna.
Kolka læknir virtist gæddur mikl-
um framfarahug og framtaksvilj a til
heilla og menningar almenningi í
bænum, en hann fékk litlu áorkað í
bæjarfélaginu. Hann vogaði heldur
aldrei stökkið yfir „díkið“, þess
vegna lenti hann í því, -— einnig
hann. Að lokum áttaði hann sig og
flýtti sér þá að flytja burtu úr bæn-
um, — flutti í skyndi eins og skel-
eggustu skólamennirnir og þeir
1 Er Gísli J. Johnen byggði íbúðarhús
sitt, Breiðablik, árið 1908, kom hann þar
fyrir vatnssalerni. Það mun hafa verið eitt-
hvert allra fyrsta vatnssalerni í íbúðarhúsi
á Islandi.
194
BLIK