Blik - 01.06.1969, Page 197
beztu, sem hingað höfðu villzt. Að
Kolka lækni var eftirsjá mikil úr
bænum.
Þessar persónulegu svívirðingar
um Kolka lækni, manninn, sem jafn-
an hafði reynt að „dansa með“ til
þess að kaupa sér frið, skokka í takt
við umhverfið, sefuðu mig dálítið
og juku mér skilning á skelfingunni.
Sælt er sameiginlegt skipbrot, stend-
ur þar. Einmitt vegna þeirra sefandi
eða róandi áhrifa, sem þetta sam-
eiginlega „skipbrot" okkar heggja
hafði á mig, get ég þessa alls hér.
Lækninum var likt við nafnkunnasta
flakkara landsins á sinni tíð, kunnan
auðnuleysingja og vandræðamann á
ýmsa lund. Eg var sagður nauða-
ómerkilegur barnakennari.
Já, þetta fékk Kolka læknir frá
einum helzta kyndilberanum og kon-
súlnum, og væri þó synd að bera það
í munninn á sér, að læknirinn hefði
verið eða væri „blóðrauður bolsi“,
sá mæti maður. En læknirinn ól með
sér hugsjónir aðrar en þær að auðg-
ast á almenningi. Það var mein, stór-
kostlegt mein! Og Kolka læknir fór
illa í vasa. Hann var víðsýnn og
menntaður maður. Þess vegna, — já,
vegna alls þessa fékk hann skammt-
inn sinn.
Síðar rakst ég svo á hinar mann-
skemmendi dylgjur og getsakir, sem
aðalkyndilberi konsúlamenningarinn-
ar í bænum hafði hellt yfir Björn H.
Jónsson, skólastjóra barnaskólans,
árið 1917, er konsúlaliðið og kaup-
mannaliðið í bænum uppgötvaði, að
skólastjórinn var velviljaður sam-
vinnuverzlun og frjálslyndur, eins
og við komumst nú að orði, í stjórn-
málum ok félagsmálum, og líklegur
til áhrifa og starfa því til eflingar
í bæjarfélaginu. Einstaklingshyggj an
óttaðist þá meir en nú samvinnuhug-
sjónina og sýndi henni minna um-
burðarlyndi. Konsúlarnir og kaup-
mennirnir hér voru þannig börn síns
tíma þá.
Þannig var þá andinn, sem sveif
hér yfir vötnunum, þegar ég kynntist
bezt og eftirminnilegast drengskapar-
manninum og öðlingnum Magnúsi
Guðmundssyni bónda á Vesturhúsum.
Og hugsunin um það, hvernig mér
reiddi af í skólastarfinu eftir öll ó-
sköpin, virtist ekki skilja hrátt við
hann, því að nokkru síðar grennslað-
ist hann eftir því hjá mér, hvaða
áhrif mér virtust svívirðingarnar
hafa haft á framkomu nemendanna
gagnvart mér og agann í skólanum.
Svo vitur var Magnús Guðmundsson.
Ég gat fullvissað hann með sanni,
að nemendur mínir hefðu aldrei ver-
ið mér betri og innilegri en eftir að
þessi skrif birtust í blaði því, sem
konsúlarnir studdu og stóðu að með
þingmanninn í fararbroddi. Þau virt-
ust engin áhrif hafa mér til ills í
skólanum, hvorki á foreldrana né
nemendur mína, ef til vill alveg hið
gagnstæða. Vitnaði ekki sú staðreynd
um manngæði Eyjabúa í heild, dóm-
greind þeirra og drengilegt mat án
alls ofstækis? Þannig freistaðist ég
til að álykta. Og sú ályktun hefur
orðið mér sannfæring með árum og
aldri, orðið að órækinni reynslu.
BLIK
195