Blik - 01.06.1969, Page 198
Og svo er eftir að líta með augum
gáskans og kímninnar, lítilsvirðing-
arinnar og viðbjóðsins á þetta allt
saman. Ekki má gleyma skoplegu
hliðinni á fyrirbrigðum lífsins. Hún
bæði léttir lífið og lengir það.
Nú vekja þessi minni mér kátínu
öðrum þræði. Mest undrast ég það
nú, að þessar persónulegu svívirð-
ingar kyndilberanna og þjóna þeirra
skyldu megna að vekja mér hugstríð
og vangaveltur. Nú finnst mér það
hafa gengið guðlasti næst að blanda
hugleiðingum um „hina leiðandi
hönd“ saman við þessi skrif þeirra,
þessi átök, en sönn skal sagan, hvaða
litur sem á henni kann að vera.
Og síðast minnist ég skopmyndar
unga listamannsins. Hún átti að
tákna persónugerving „undirpalla-
menningarinnar“ á blómaskeiðinu.
Myndin var bæði snjöll og fyndin en
þó meingölluð. Það vantaði í hana
bitrasta skopið, íslenzkt skaup biturt
og græskumengað. Ur því var bætt
fljótlega: íslenzka fálkaorðan var
hengd á hrjóstið, og dannebrogsorð-
an hékk þar niður á bringuna glæstu
í breiðu silkibandi, sem lá aftur um
hálsinn. Þá var öllu fullnægt. „Spari-
dindillinn minn á hann“, bauð þursa-
kóngur þegnum sínum. Hann Henrik
gamli Ibsen kunni að orða hlutina,
karlinn sá. -—• Sólin skein á „skjöld-
inn“.
„Ertu líka ánægður með Mafíu-
hattinn?“ spurði ungi listamaðurinn.
„Hann mætti gljá meira“, sagði ég,
„og hallast ögn meira aftur í hnakk-
ann. Þá verður hann táknrænni um
innri manngerðina, en löfin á aftan-
verðu jakkanum eru afbragð“.
Og nú eftir 40 ár minnist ég fyrstu
svívirðinganna, sem helltust yfir mig
úr skálum kyndilbera undirpalla-
menningarinnar, með vorkunnmeng-
aðri kímni, léttum hug og gáska-
blandaðri fyrirlitningu. — Enginn
skyldi álasa öðrum, þó að hann reyni
eftir föngum að losna við skaðvæn-
leg aðskotadýr af akri sínum eða úr
víngarði.
An alls þessa hefði ég ekki viljað
vera fyrir nokkurn mun, — alls ekki
viljað fara þess á mis, þó að það
ylli mér hugarangri fyrst í stað, með-
an ég var að þjálfast og öðlast skiln-
ing á umhverfinu.
Um konsúlaárásirnar í heild og
þjónustu hinna yngri andlegu arf-
taka konsúlanna verður nánar skrif-
að í bók minni Ævisaga skólamanns,
sem vonandi sér dagsljósið, áður en
mörg ár líða.
Ávallt mun ég minnast Magnúsar
bónda og sægarps Guðmundssonar á
Vesturhúsum með aðdáun og virð-
ingu sökum drengskapar hans og
mannlundar, þegar miskunnarlaus
eiginhagsmunaöfl neyttu aðstöðu
sinnar hér á allan hátt til þess að
gera ungum manni, sem var að hefja
starfsferil sinn, lífið sem allra mest
óbærilegt í starfinu sökum þess, að
í ljós kom berlega, að hann annars
vegar unni samvinnuhreyfingunni og
var líklegur til að vinna henni braut-
argengi í bænum, og hins vegar var
litið á skólastarf hans sem einskonar
196
BLIK