Blik - 01.06.1969, Side 202
Árið 1944 var svo Guðlaugur
Gíslason látinn boða mér stríðsyfir-
lýsinguna frægu. Hinn 5. apríl 1944
birti hann grein í blaði andspyrn-
unnar, Víði, og hét greinin og heitir
enn: Slefnan mörkuð. Efni greinar-
innar er það, að meiri hluti bæjar-
stjórnar Vestmannaeyja leggi aldrei
því máli lið að byggja yfir Gagn-
fræðaskóla kaupstaðarins, meðan ég
sé þar skólastjóri. Endi greinarinnar
er þannig: „Það er því aðeins á valdi
núverandi skólastjóra, hvort hann
ætlar að verða þröskuldur í vegi þess,
að viðunandi lausn fáist á þessurn
málum og þannig halda áfram að
vera sá „kyrrstöðuhugur, sem í
skugganum skalf, þá skin fór um lönd
eða höf“, eins og hann svo skáldlega
kemst að orði í síðasta tölublaði
Framsóknarblaðsins. Guðl. Gíslas“.
Grein þessi í heild sinni mun ein-
stök í allri skólasögu þjóðarinnar.
Eg eignaðist 10 eintök af henni.
Þá vissi ég það. Alls ekki byggt
yfir skólann, meðan ég væri við
hann. Og ég var ekki á þeirn buxun-
um að flýja af hólmi.
Greinin opnaði svo að um munaði
augu Eyjafólks. Andspyrnuöflin í
bænum höfðu gert sálfræðilegt
glappaskot. Greinin þessi hans Guð-
laugs, sem þá var hin rísandi sól and-
spyrnuaflanna í bænum, verkaði á
þorra Eyjabúa eins og hernám stór-
veldis á litla og friðelskandi þjóð,
sem á sér einskis ills von og óskar
þess eins að fá að starfa að velferð-
armálum sínum og láta aðra í friði.
Nazisminn birtist í mörgum útgáf-
um og myndum. Enn voru Nazist-
arnir þýzku ekki ósigurstranglegir í
styrj öldinni. Brúnstakkahreyfingin
fór vaxandi innan viss stjórnmála-
flokks í Vestmannaeyjum. Þessi naz-
istisku ungmenni fóru fylktu liði um
götur kaupstaðarins með hrópum og
digurbarkalátum. I fundarsal þeirra
var nazistamerkið þýzka skrúfað nið-
ur í fundarborðið, og stór, blár fáni
á veggnum með nazistakrossinn
rauða í miðju. Þessir ungu menn
styrktir af hinum eldri og gætnari
liðsmönnum flokksins, töldu það að-
eins tímaspursmál, þar til þeir gætu
tekið völdin og hreinsað þá til í bæn-
um, svo að um munaði. Þar var ég
einna efstur á skrá. Nazistabréfin og
skjölin hrúguðust upp í vissu her-
bergi í bænum, hjá trúnaðarmann-
inum mikla. Upp af þeim steig svart-
ur reykur svo sem ári eftir að Guð-
laugur skrifaði greinina góðu. Allt
á sína sögu, og allt bíður síns tíma.
Vart hefðu ungnazistar þessir látið
sér til hugar koma, að arfleifð þeirra
bærist í mínar hendur og yrðu sögu-
legar minjar í fórum Byggðarsafns
Vestmannaeyja, eins og staðreyndin
þó er. Hún er stundum ömurleg, stað-
reyndin!
Arið 1946. Við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar í janúar 1946 töpuðu and-
spyrnuöflin í bænum einum bæjar-
fulltrúa til hinna vinsamlegu afla
Gagnfræðaskólans. Þá höfðu hin
fjandsamlegu öfl eða konsúlavaldið
í bænum tapað tveim fulltrúum í
bæjarstjórn Vestmannaeyja á s.l. 20
árum. Þessi þróun gladdi mig inni-
200
blik