Blik - 01.06.1969, Síða 206
stóð yfir öðru hvoru frá miðjum
febrúar til aprílloka, en engan mann
var að fá til þessa verks á vertíðinni.
Enn er mér í minni, hversu nemend-
ur mínir unnu kappsamlega að verki
þessu og hve mikla ánægju við höfð-
um af samstarfinu þarna í moldar-
gryfjunni miklu. Nokkurt fé spar-
aðist einnig með þessari vinnu, því
að kauplaust unnum við auðvitað.
Herjóljur Guðjónsson.
Eftir vertíðarlok unnu síðan
nokkrir menn að því að ljúka upp-
greftrinum og undirbúa að fullu
steypuframkvæmdir á undirstöðu
byggingarinnar.
Stjórn hinna ráðandi afla í bæjar-
félaginu ,meiri hluti bæjarstjórnar,
gaf mér nú gjörsamlega frjálsar
hendur um allar byggingafram-
kvæmdir, gæti ég sjálfur einhvern
veginn klófest skólanum, hyggingar-
sjóði skólans, fé og byggingarefni til
þeirra. Að vísu kaus bæjarstjórn
byggingarnefnd Gagnfræðaskólans,
en hún var meir varnarveggur um
hugsjónina og starfið en framkvæmd-
arafl. Hana skipuðu þessir menn:
Arni Guðmundsson, forseti bæjar-
stjórnar og kennari, Þorvaldur Sæm-
undsson kennari og bæjarfulltrúi og
Herjólfur Guðjónsson frá Oddstöð-
um, verkstjóri og bæjarfulltrúi. And-
spyrnuöflin munu hafa uppgötvað
það of seint, að Herjólfur Guðjóns-
son var þeim ekki þægur ljár í þúfu,
þegar á reyndi um fjárframlög og
framtaksafl varðandi byggingu skól-
ans, því að velviljaður skapfestu- og
drengskaparmaður, eins og hann var,
gekk hiklaust á hólm við flokksbræð-
ur sína í byggingarmálinu, þegar svo
bar undir, og fylgdi hann þá „mín-
um mönnum“ að málum, studdi hug-
sjónina. I þessu sambandi er mér
minnisstæður fundurinn í bæjar-
stjórn kaupstaðarins 10. april 1947.
Liðið var fram á nótt. Þá samþykkti
bæjarstjórn 150 þúsund króna fram-
lag úr bæjarsjóði til Gagnfræða-
skólabyggingarinnar á því ári. Til-
laga þessi var samþykkt með 6 sam-
hljóða atkvæðum. Þarna fylgdi Her-
jólfur Guðjónsson meiri hluta bæjar-
stj órnar. Tveir flokksbræður hans og
fulltrúar andspyrnunnar sátu hjá, en
einn þeirra greiddi atkvæði gegn
fjárveitingunni. Vegna afkomend-
anna óska ég ekki að birta nöfn þess-
ara andspyrnumanna að sinni eða
bæjarfulltrúa. Dagbókin mín geymir
þau.
Þegar foringjar andspyrnuaflanna
í bænum sáu það, að búið var að
grafa fyrir gagnfræðaskólabygging-
unni og fé til hennar veitt, voru þeim
góð ráð dýr. Þá tók Gunnar Olafs-
son, konsúll og kaupmaður, til að
skrifa í Víði, blað andspyrnuaflanna.
204
BLIK