Blik - 01.06.1969, Side 208
byggingarefnis í landinu, og það lá
alls staðar á lausu fyrir mér gegn
leyfum Fjárhagsráðs.
Timbur keypti ég eftir þörfum, og
þær voru miklar, hjá einum af timb-
urkaupmönnunum í bænum og án
allra leyfa. Þeirra þurfti ekki með,
sagði timburkaupmaðurinn. Eg
undraðist stórlega og keypti af hon-
um timbur fyrir tugi þúsunda. En
sementið þá? Bæjarstjóri úthlutaði
því, og fyrir því þurfti leyfi frá æðri
völdum, Fjárhagsráði.
Megin hluta sumarsins 1947 var
ég síðan að dorga eftir sementi til
þess að geta látið steypa undirstöður
hússins. Mótin stóðu þar tilbúin, en
ekkert sementsleyfi fáanlegt hjá
Fjárhagsráði, svo að steypt yrði í
þau. —-
Hvað var nú orðið af kjörorðinu
mikla?
I september fór ég til Reykjavík-
ur til þess að gera síðustu tilraun til
að herja út sementsleyfið. Ég færði
fram þau rök, að veturinn færi í
hönd, og þá fylltust allir skurðirnir
okkar af mold. Tugum þúsunda í
vinnulaunum yrði þannig kastað á
glæ, ef engin yrðu tök á að steypa
í mótin fyrir veturinn. Ég reyni ekki
að lýsa píslargöngu minni milli Heró-
desar og Pílatusar þarna í vistarver-
um Fjárhagsráðs og svo út um allan
bæ, þar sem ég leitaði stuðnings ým-
issa manna við málstað skólans og
Vestmannaeyinga. Einn maður ermér
sérstaklega minnisstæður frá þessari
för. Sá maður er Sigtryggur Klem-
entsson, þá fulltrúi í Fjármálaráðu-
neytinu, síðar ráðuneytisstjóri þar.
Nú einn af bankastjórum Seðlabank-
ans. Velvild hans og hjálpsemi við
málstað minn er mér og verður lengi
í minni. Hann gerði allt, sem hann
gat til þess að ég fengi sementsleyfi.
Þar lagði einnig Finnur Jónsson, al-
þingismaður ísfirðinga, mér liðsyrði.
Hann var gamall góðkunningi minn.
Sementsleyfi fékk skólinn þá, þó að
ég fengi aldrei að sjá eða heyra for-
mann Fjárhagsráðs í för þessari.
Heim kom ég með ávísun á 37,4
smálestir af sementi.
Aðeins 20 smálestir af sementinu
gátum við notfært okkur þetta haust.
Frost og snjóar hindruðu, að meira
yrði gert. Þá þóttumst við eiga 17,4
smálestir geymdar til vorsins. En
það vildi formaður Fjárhagsráðs
ekki viðurkenna næsta vor fyrr en í
hart var komið. Skyldi hann þá
hafa verið búinn að kynna sér efnið
í hinum 27 blaðadálkum?
Um haustið nuddaði forusta and-
spyrnunnar í bænum látlaust á því
við bæjarstjóra og fleiri ráðandi
menn í kaupstaðnum, að aðrar fram-
kvæmdir kölluðu meira að í bæjar-
félaginu en þessi bygging Gagn-
fræðaskólans. „En nú verður tæpast
aftur snúið,“ sagði hæjarstjóri og
kímdi.
Sparisjóður Vestmannaeyja lán-
aði fé til framkvæmdanna þetta haust.
Þar spyrnti fulltrúi andspyrnunnar
við fæti eftir getu, en ég naut drengi-
legs stuðnings hinna í stjórn Spari-
sjóðsins, og þó sérstaklega Helga
Benediktssonar, sem studdi bygging-
206
BLIK