Blik - 01.06.1969, Síða 210
lét þegar afhenda Gagnfræðaskólan-
um 50 smálestir af sementi til bygg-
ingarframkvæmdanna á komandi
sumri. Jafnframt var pantað sement
svo að skipti tugum smálesta.
Síðar kom í ljós, að í skeytinu frá
Fjárhagsráði átti að standa orðið
ócifgreidd. A „prentvillu“ þessari átt-
um við enga sök, en við vorum þó
látnir „súpa seyðið“ af henni. Vita-
skuld kom ekki til mála að lögsækja
eða sakfella Landssímann fyrir hana!
Einhvern veginn sannfréttum við
það, er á veturinn leið, að Gagn-
fræðaskólinn í Vestmannaeyjum
skyldi gjörsamlega verða settur hjá
um allt byggingarefni það ár. Þó
varð það að ráði, að ég skyldi reyna
að hitta valdhafana að máli um
efnisleyfin, er ég gæti komið suður-
ferð við.
Um miðjan apríl (1948), er suð-
urferðin var afráðin, kom fyrir mig
persónulega atvik sem ég gleymi
aldrei.
Ég hafði fengið bréf utan af landi,
þar sem þess var beiðzt, að ég leitaði
fræðslu hjá vissri konu í bænum um
afkomendur vissra foreldra. Nú lá
þessi kona veik í Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja. Leyfi fékk ég til þess að
heimsækja hana á þeim tíma, sem
hún gæti haft næði til að sinna er-
indi mínu. Konuna höfðum við hjón-
in þekkt og hennar nánustu frá því
við fluttum í bæinn eða í 20 ár. Hún
var í sértrúarflokki í bænum. Þegar
ég hafði lokið erindinu og skrifað
niður orð hennar um afkomendurna,
beiddist hún þess að mega biðja fyrir
mér og okkur hjónunum. Vitaskuld
var ég konunni þakklátur fyrir það,
því að ég trúi á máttinn þann.
Fyrst ávarpaði konan Jesú eins og
vin og unnanda, sem sæti þarna á
rúmstokknum hjá henni. Hún þakk-
aði honum fyrir ánægjulegar stundir,
sem hún hafði átt með fóstru minni,
er þær lágu saman í Sjúkrahúsinu þá
fyrir nokkrum árum. Síðan minntist
hún heimilis okkar hjóna og hjóna-
bands okkar. Svo bað hún fyrir nýja
íbúðarhúsi okkar, sem við höfðum
þá nýlega flutt í eða fyrir einu ári.
Þá kom hún að skólanum. Minntist
þess, að hún hefði átt barn eða börn
sín þar við nám og þær stundir hefðu
orðið þeim til gæfu. — Og nú færð-
ist hún öll í aukana, fannst mér, bæn-
in hitnaði og varð ákafari, — varð
brennandi. Hún bað fyrir skólahug-
sjóninni í heild, fyrir framkvæmd-
unum við nýju bygginguna, bað
þess, að mótdrægu öflin í bænum og
utan hans mættu ekki ná marki sínu,
að þessi framkvæmd yrði ekki hindr-
uð af miður velviljuðum mönnum.
Konan virtist vita allt, sem gerzt hafði
í þessum efnum og orðaði hæn sína
varfærnislega og hógværlega.
Eg á í rauninni engin orð til þess
að lýsa áhrifum þessarar bænar, þó
að ég beri það hér við. Mér fannst
eins og stakkur eða brynja steyptist
yfir mig, einskonar sigurkufl, vil ég
orða það. Og brjóstið, hugskotið
fylltist einhverskonar vissu, sigur-
vissu og óbilandi trausti, — trausti
á málstaðinn og mennina, einhverja
menn. — Nei, ég get ekki lýst því.
208
BLIK