Blik - 01.06.1969, Síða 212
því, að við fengjum þá þegar nokk-
urt sementsleyfi, svo að við gætum
haldið áfram með Gagnfræðaskóla-
bygginguna á komandi sumri. Ráð-
herrann var alvarlegur, fannst mér.
Honum stökk ekki bros, hversu í-
smeygilegur sem ég reyndi að vera.
Rullan tókst þó nokkuð vel hjá mér,
hélt ég. Auðvitað lék hann sína rullu
af snilld jafn þaulvanur sem hann
var á þessum vettvangi og þjálfaður!
Hann hefði naumast haldið þing-
mennskunni hjá Eyjabúum, ef svo
hefði ekki verið!
Ráðherrann hringdi í einn af sím-
um Fjárhagsráðs. Rragi nokkur
Kristjánsson átti tal við ráðherrann.
Sá „næst bezti“ frétti ég síðar. For-
maðurinn var auðvitað beztur, en
hann var ekki við látinn. Fengi ræddi
ráðherrann við þennan „næst bezta“,
og satt að segja bað hann manninn
að greiða götu mína um sements-
leyfið. Maðurinn sló úr og í, réði
víst engu. Svo féll talið niður.
Eftir símtalið þakkaði ég ráð-
herranum auðmjúklega fyrir símtalið
og þó sérstaklega fyrir það, að nú
hefði hann sannfært mig um fylgi
sitt við byggingarhugsj ón þessa!
Annað væri ómengaður rógur, sem
verið væri að blása í eyru mér. Ráð-
herranum brá. Hann roðnaði. Al-
varlegur á svipinn spurði hann:
„Hvenær hefi ég . . .? — Steinhljóð.
Ráðherrann stóð upp, glaðnaði við
og tjáði mér, að ríkisstjórnin sæti
fund með Fjárhagsráði seinna um
daginn. „Þá skal sá pamfíll ekki
sleppa,“ sagði ráðherrann og var
hinn kumpánlegasti. Svo setti hann
upp svip með nokkrum orðum, sem
gáfu til kynna, að fleiri hefðu völd-
in þar í stjórnarráðspaufunum en
„pamfíllinn" einn.
Þetta upphaf apaspilsins mikla,
sem nú fór í hönd, hafði tekizt al-
veg prýðilega. Fíklega hafði ég bara
töluverða leikarahæfileika eins og
mótherjinn!
Vitaskuld var þessum samleik okk-
ar þingmannsins hér með lokið að
fullu. Aldrei barst mér orð frá ráð-
herranum. Aldrei við því búizt.
Aldrei ráð fyrir því gert. Aldrei leit-
að eftir því. Hver þekkir ekki sitt
heimafólk?
Ur þessari ferð kom ég heim von-
svikinn og framlágur. Megnaði nú
bæn alþýðukonunnar ekkert gegn
bænum guðfræðiprófessorsins og
vilja? Vissulega flutti hann sínar
bænir á sína vísu í starfi sínu gegn
mér og málefni mínu. Gjörðir okk-
ar mannanna, eru þær eitthvað annað
en óskir okkar og bænir birtar í
verki? Fangoftast ekkert annað.
Var nú forsjónin tekin að fara í
manngreinarálit? Hvar var nú sigur-
kuflinn, sem mér fannst blessuð kon-
an steypa yfir mig með bæn sinni?
— Jú, ég var í honum enn! Eg fann
það, hvernig svo sem ég fann það.
Því get ég ekki lýst. Ef til vill var
það einskær trú eða ímyndun.
Tólf dögum síðar hitti ég að máli
Olaf bæjarstjóra Kristjánsson. „Eg
hef látið leggja til hliðar 60 smálestir
af sementi handa þér, svo að þú get-
ir byrjað á byggingarframkvæmd-
210
BLIK