Blik - 01.06.1969, Side 214
Framsóknarmenn voru starfandi öfl
í Fjárhagsráði? Mér þótti skömm til
koma, svo að ég páraði Fjárhagsráði
þetta bréf:
Vestmannaeyjum, 31. okt. 1948.
Fjárhagsráð,
Reykjavík.
S.l. vor leyfðuð þér okkur svo að
staðfest var, að nota 18 smálestir af
sementi á þessu ári til gagnfræða-
skólabyggingarinnar hér. Það var
endurnýjun á sementsleyfi, sem þér
höfðuð veitt okkur haustið 1947, en
við ekki getað notfært okkur þá af
gildum ástæðum.
Á s.l. sumri (1948) tilkynnti einn
af valdamönnum fræðslumálanna
mér í símtali, að þér þá gæfuð oss
leyfi til að steypa svo sem tök væru
á af húsinu, eftir að síldarvertíð lyki
í haust. Þessi boð færði ég bæjar-
stjóra, og tók hann þau trúanleg,
enda þótt ég hefði ekkert í höndunum
til þess að sanna mál mitt. Bæjar-
stjóri tjáði mér, að þér krefjið hann
nú um greinargerð fyrir sements-
eyðslu bæjarsjóðs á þessu ári.
Til 15. þ. m. munum vér hafa not-
að um 40 smálestir af sementi til
byggingarinnar. Eg veit, að umgetið
leyfi hlýtur að vera sannleikanum
samkvæmt, en þar sem það liggur
ekki skriflegt fyrir, og þér teljið það
ekki satt og rétt, þá er ég hér einn
til saka um verknaðinn, og ber yður
þá að snúa geiri yðar að mér per-
sónulega, en hvorki að Gagnfræða-
skólanum, bæjarsjóði eða bæjar-
stjóra, sem mér þó vitanlega skorast
hvergi undan ábyrgð.
Virðingarfyllst,
Þorsieinn Þ. Víglundsson.
Svo sannarlega náði þetta bréf
mitt tilgangi sínum. Það var eins og
ég hefði veifað rauðu klæði framan
við nasir viss ferfætlings, því að upp
úr miðjum nóvember barst kæra
Fjárhagsráðs á hendur mér. Þá var
mér skemmt.
Kæra Fjárhagsráðs hljóðaði þann-
ig;
„Reykjavík, 16. nóvember 1948.
Þann 28. nóvember 1947 sótti
bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum um
fjárfestingarleyfi til byggingar gagn-
fræðaskólahúss og leikfimisals í
Vestmannaeyjum. Þessari umsókn
var synjað með bréfi ráðsins til bæj-
arstjórans frá 25. maí s.l.
Samkvæmt bréfi Þorsteins Víg-
lundssonar, skólastjóra, frá 31. okt.
s.l. hafa byggingarframkvæmdir
þrátt fyrir þetta verið hafnar á s.l.
sumri eða hausti og hefur bæjar-
stjórinn úthlutað til byggingarinnar
40 tonnum af sementi, án þess að
að nokkur heimild til slíks hafi verið
fyrir hendi.
Þar sem hér virðist um að ræða
skýlaust brot á 7. gr. reglugerðar
um Fjárhagsráð o. fl. frá 31. júlí
1947, óskar ráðið hér með eftir, að
þér stöðvið nú þegar allar fram-
kvæmdir við nefnda byggingu og
látið fara fram rannsókn í málinu.
Vill ráðið vinsamlegast fara þess á
212
blik