Blik - 01.06.1969, Side 216
metin hér sem pólitísk árás á mann,
sem engan á flokksbróöur í Fjár-
hagsráði.
4. Eg hefði óvirt yfirmann minn
(fræðslumálastjóra), ef ég hefði
rengt orð hans með því að krefjast
staðfestingar á þeim hjá yður.
5. í lýðfrjálsu landi er illt að una
því misrétti, sem á sér sannanlega
stað í störfum Fjárhagsráðs.
6. Goodtemplarar í Vestmannaeyj-
um fá sementsleyfi til byggingar á
höll sinni, og þó eru 6 samkomuhús
eða samkomusalir fyrir í bænum, og
flestir lítið notaðir. (Vinstri menn í
Fjárhagsráði fullyrtu síðar, að sem-
entsleyfið til goodtemplaranna hefði
formaðurinn veitt þingmanni kjör-
dæmisins án vitundar þeirra).
Formaðurinn hlustaði, og fyrir
það var ég honum þakklátur.
Lítið fór fyrir hlýjum kveðjum.
Tveim dögum síðar sendi ég for-
manni Fjárhagsráðs, Magnúsi Jóns-
syni, prófessor, þetta einkabréf:
Einkabréf.
Vestmannaeyjum, 28. nóvember 1948
Minn kæri Magnús Jónsson, pró-
fessor. Eg óska að skrifa yður nokkr-
ar línur vegna þeirrar togstreitu, sem
á milli okkar er um byggingu gagn-
fræðaskólahússins, og af því að ég
trúi því enn, að undir yðar hrjúfu
skel, sem þér hafið látið að mér snúa
í þessu hjartans máli mínu, búi mað-
ur. Sú trú hefur skapazt mér við
lestur yðar gagnmerku bóka.
í 14 ár hef ég nú barizt fyrir því
að fá byggt viðunandi hús fyrir
Gagnfræðaskólann hér. Jafnlengi
hafa flokksbræður yðar hér, sem í
broddi ganga, barizt gegn hugsjón-
inni ,sem er réttlætis- og velferðar-
mál almennings.
Eignaupptök og hegningarhússvist
fyrir aðgerðir mínar í þessu máli
„gegn lögum og rétti“ væri mér sæla.
Þér skiljið hvað það gildir. Gegn
slíkum broddum tjóar hvorki yður
né öðrum að spyrna nema um stund-
arsakir, og þó aldrei nema bíða við
það eitthvert mannorðstjón. Þetta
eru rök sögunnar, sem þér þekkið
miklu betur en ég. Oflug stórveldi
hafa hvikað fyrir slíkum broddum.
Ég sé yðar sóma mestan í því, að
þér hættið að anda gegn þessari hug-
sjón minni, hættið að styrkja nei-
kvæða andspyrnu, en notið yðar
mikla vald til þess meðal annars, að
við getum fengið svolítið efnisleyfi
til Gagnfræðaskólabyggingarinnar
rétt eins og aðrir til sinna fram-
kvæmdarhugsjóna til eflingar al-
menningshag.
Mér eru ógeðfelldar deilur við aðra
eins menn og ég tel yður vera og það
er illt að geta ekki komizt hjá þeim.
Vinsamlegast og virðingarfyllst,
Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Ég fann, þegar á leið deiluna, að
guðfræðiprófessorinn hafði gert mig
að verri manni. Sálarlífið var ekki
hið sama og áður var. Mér var það
ljóst, að hér átti að gera skólann
minn að olnbogabarni þjóðfélagsins
með því að setja hann hjá, eins og
hvert annað olnbogabarn, sem ekki
214
blik