Blik - 01.06.1969, Page 217
nýtur sömu gæða á heimilinu og önn-
ur börn þar. Gerði hann þetta til
þess að þóknast óvildarmönnum
skólans, flokksmönnum sínum, og þá
sérstaklega höfundi 27 dálkanna?
Hver gat ástæðan verið önnur? Auð-
vitað var ég knésettur persónulega
með skólanum. Hið sama gekk yfir
mig og stofnunina. Við vorum eitt,
fannst mér. Skipbrot skólans var
skipbrot mitt. — Enn er þetta sár
ekki gróið. Það grær aldrei.
Nú hafði ég mestan hug til að gera
prófessornum sem mest til miska,
sannað honum hlutdrægni hans, ó-
kristilega valdbeitingu, hugsanir og
störf, sem illa samrýmdust siðgæðis-
kenningum kristindómsins. í bréfi
bar ég honum á brýn hlutdrægni í
starfi, og benti á Laugarvatnsskól-
ann, sem hefði fengið meira sem-
ent en Bjarni Bjarnason, skólastjóri
þar, reyndist hafa bolmagn til að
nota, og ég vitnaði í því sambandi
í þakkargrein til Fjárhagsráðs, sem
skólastjórinn birti í Tímanum. Eg
benti honum á ástæðurnar fyrir hlut-
drægni hans og dilkadrætti: Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn tefldu til hins ítrasta um
atkvæði bændafólksins í sýslum Suð-
urlandsins. Þá minnti ég prófessor-
inn á þessa setningu í 6. kafla Fjall-
ræðunnar: „Þér getið ekki bæði
þjónað guði og mammon“. Fátt spill-
ir mannlífinu meir en Séra-Sigvalda-
eðlið í mannssálinni. Það birtist með-
bræðrunum í ýmsum myndum og
stefnir þó alltaf að einu og sama
markinu eins og á að ósi sínum.
Hættulegast er það guðskristni í
landinu og uppeldisstarfi skólanna
og heimilanna, séu hjörtu kirkjunn-
ar þjóna og prestakennaranna gróm-
tekin af því og svo hugarfar kenn-
ara og annarra uppalenda.
Yndi hafði ég af því að benda pró-
fessornum á þessar staðreyndir.
Prófessorinn kærði mig fyrir
fræðslumálastjóra fyrir ósvífni í
bréfi, sem ég hafði skrifað honum,
en ekki fékkst hann til að sýna bréf-
ið sjálft eða láta af hendi afrit af
því, hver sem ástæðan kann að hafa
verið. Sálufélagar prófessorsins hér
í Eyjum glósuðu líka á bæjarstjórn-
arfundi um skammarbréf, sem ég
hefði átt að senda formanni Fjár-
hagsráðs. Svo beizk var sál mín
orðin, að ég hafði yndi af þessu
öllu saman.
Og svo sendi ég formanni Fjár-
hagsráðs skeyti og benti á tvö félags-
heimili á Vestfjörðum, sem fengið
höfðu sementsleyfi vegna þess, að
Sj álfstæðisflokkurinn átti þar undir
högg að sækja um fylgi fólksins og
atkvæðamagn. Þann sannleika vissi
ég frá manni, sem starfaði í „innsta
hringnum“, og vildi hjálpa mér í hví-
vetna, skildi hugsjón mína og fram-
taksþrá, en fékk engu ráðið. Nú var
mér orðið sama á hverju valt. Eg
taldi málstaðinn hafa allt að vinna,
engu að tapa. Enga auðmýkt skyldi
formaðurinn finna hjá olnbogabarn-
inu, og ekki bættu 27 blaðadálkar
Víðis úr skák, ef hann skyldi vera
undir áhrifum höfundarins eða
blaðaskrifa hans.
T5I.TK
215