Blik - 01.06.1969, Page 219
svohljóðandi skeyti frá fjárhagsráði
dags. 30. marz:
„Fjárfestingarleyfi gagnfræðaskóla
afgreitt.“
Samkvæmt þessu skeyti festum viS
kaup á 150 smálestum sements og
steypujárn var þegar fengiS, allt
samkvæmt löglegum leyfum.
Síðar upplýsti Fjárhagsráð, að
skeyti þetta hefði verið skakkt orð-
að, átti að vera óafgreitt fyrir af-
greitt.
A þessum mistökum áttum við
enga sök. Samt urðum við að þola
það að vera gerðir svikarar um efn-
iskaupin.
Til þess að hnekkja þessu skakkt
orðaða skeyti lét FjárhagsráS nú
nægja, að einhver hringdi til bæjar-
stjórans hér, herra Olafs Kristjáns-
sonar, og bannaði í nafni ráðsins að
afhenda sement til GagnfræSaskóla-
byggingarinnar. Þetta vil ég undir-
strika. Hér fór afgreiðsla munnlega
fram og skýtur það illa skökku við
fullyrðingar háttvirts FjárhagsráSs í
beiðni þess um réttarrannsókn í máli
þessu.
Eg mótmæli því, að orð Fjárhags-
ráðs séu hafin yfir rétt sannleikans,
ef þau fara í bág við hann.
I apríl 1948 fór ég síðan til Rvík-
ur til þess að fá fjárfestingarleyfið
afgreitt. Þá var mér synjað um leyf-
iS. Síðast átti ég þá tal viS háttvirt-
an formann Fjárhagsráðs, Herra
Magnús Jónsson guðfræðiprófessor.
Fullyrti hann þá, að fræðslumála-
stjóri hefði mestu um það ráðið, að
okkur var synjað um fj árfestingar-
leyfið.
Yfir þessu kvartaSi ég til fræðslu-
málastjóra.
ÁSur en ég kvaddi formann Fjár-
hagsráðs, fyrirskipaði hann að láta
afhenda okkur þær 18 smálestir sem-
ents, sem viS höfðum ekki getað not-
fært okkur haustið 1947 og hét mér
því jafnframt, að við skyldum fá
efnisleyfi, þegar að hausti liði, ef
síldveiðarnar gengju vel. Þetta und-
irstrika ég.
9. júní 1948 hringdi fræðslumála-
stjóri til mín. Sagðist hann oftar en
einu sinni hafa átt tal við Fjárhags-
ráð um efnisleyfi handa Gagnfræða-
skólanum hér. Ekki man ég orðrétt,
hvernig hann lét orð falla, en þau
boð flutti hann mér, að FjárhagsráS
leyfði nú, að við mættum láta vinna
að skólahúsinu eftir getu að lokinni
síldarvertíð. Þetta þóttu mér góðar
fréttir og alveg í anda þess heits, sem
formaður FjárhagsráSs hafði gefið
mér. Hann hafði hér dregið fjöður
yfir skilyrðið, þurrkað út orðið vel.
Fræðslumálastjóri hefur viður-
kennt í símtali í haust, að boð þessi
séu rétt eftir honum höfð.
Þessi skilaboð færSi ég bæjar-
stjóra kaupstaðarins, hr. Olafi Á.
Kristjánssyni, og krafðist þess, að
hann tæki þau jafn trúanleg sem ég,
þótt munnleg væru. ÞaS mun hann
hafa gert, enda áður fengið munn-
leg boð frá háttvirtu FjárhagsráSi.
4. október s.l. lét ég svo skrá skila-
boð þessi inn í fundargerðarbók
byggingarnefndar gagnfræðaskólans.
blik
217