Blik - 01.06.1969, Page 220
Þessar ástæður færi ég fram fyrir
því, að ég trúði, og trúi enn, að orð
fræðslumálastjóra hafi verið á rök-
um reist og sannleikanum samkvæm:
1. Eg hef nú veitt forstöðu fram-
haldsskóla hér á þriðja tug ára. Flest
eða öll þau ár hefur hr. Helgi Elías-
son fræðslumálastjóri haft meira eða
minna með fræðslumálarekstur ríkis-
ins að gera, ýmist sem fulltrúi
fræðslumálastjóra eða fræðslumála-
stjóri. Ég hef aldrei orðið þess var,
að hann færi með fleipur eða stað-
lausa stafi. Það kom því ekki til
mála að véfengja orð hans eða tor-
tryggja þau, enda þótt boð hans væru
munnleg.
2. í öðru lagi ályktaði ég þegar,
að háttvirt Fjárhagsráð hefði séð sig
um hönd, iðrazt og veitt efnisleyfið
skilyrðislaust, enda var fordæmið
fyrir því, að það afgreiddi erindi
sín einriig munnlega. Margar stoðir
runnu því og hafa runnið síðan und-
ir þessar ályktanir mínar um aftur-
hvarf Fjárhagsráðs um efnisleyfið
til handa Gagnfræðaskólanum. Hér
skulu þær helztu tilgreindar:
1. Háttvirt Fjárhagsráð hafði neit-
að bæjarsjóði Vestmannaeyja um öll
fjárfestingarleyfi, svo sem fyrir
sóttvarnarhúsi, elliheimili, þvotta-
húsi, fyrir sjúkrahúsi og verbúðar-
byggingum, svo að hægt væri að
hlynna sem bezt að sjómönnunum
okkar og þeir gætu lifað mannsæm-
andi lífi í verstöðinni á vertíð.
2. Eftir allar þessar fj árfestingar-
synjanir hafði Fjárhagsráð veitt
Laugarvatnsskóla f j árf estingarleyf i,
sem reyndist síðar meira en hann gat
notfært sér allan megin hlutann af
s.l. sumri, samanber grein skólastjór-
ans í Tímanum í haust, 239. tbl.
3. Aður hafði Fjárhagsráð veitt
Gagnfræðaskólanum hér efnisleyfi og
skólinn fengið byggingarstyrk úr rík-
issjóði. Hvaða réttlæti gat í því fal-
izt að stöðva okkar byggingu til
framdráttar öðrum, er síðar hófu
byggingarframkvæmdir. Slík fram-
koma stjórnarvalda mun einsdæmi í
landinu og skýlaust réttlætisbrot.
4. Frétzt hafði, að háttvirt Fjár-
hagsráð hefði veitt leyfi til að byggja
tvo skíðaskála við Isafjarðardjúp,
enda þingmaður ísfirðinga í Fjár-
hagsráði.
5. Frétzt hafði, að háttvirt Fjár-
hagsráð hefði veitt leyfi til að byggja
tvö samkomuhús í Strandasýslu, enda
þingmaður sýslunnar í Fjárhagsráði.
Um atriðin í 4. og 5. lið hefi ég
gert fyrirspurn til háttvirts Fjárhags-
ráðs með skeyti en ekkert svar bor-
izt. Þögnin skoðast samþykki.
6. Fjárhagsráð hafði veitt fjárfest-
ingarleyfi til skólabygginga í Rvík,
enda þótt teikningar væru ógerðar,
-— og eru það kannski enn?
7. Árið 1947 öfluðu Vestmanna-
eyingar 1/10 hluta af gjaldeyri þjóð-
arinnar það ár. Mátti ekki í neinu
sjá það við þá?
8. Fjárhagsráð hafði loks veitt
goodtemplurum hér efnisleyfi til
byggingar stórhýsis, enda þótt 6 sam-
komusalir væru hér fyrir í bænum
og 4 þeirra lítið notaðir mestan hluta
ársins. Þar að auki er hér geysistórt
218
BT.IK