Blik - 01.06.1969, Side 222
Svo bar það við 2. marz 1949, að
ég náði símtali af formanni Fjár-
hagsráðs, guðfræðiprófessornum. Er
ég nefndi nafn mitt, tók hann sím-
ann bókstaflega í sína þágu. Svo ein-
kennilega vildi til, að formaðurinn
hafði verið í réttarhaldi út af grein-
argerð minni stundu áður en ég náði
tali af honum. Þar hafði hann m. a.
verið áminntur um sannsögli, eins og
gengur.
Þarna hellti hann sér yfir mig í
símanum. „Eitt viðtalsbil“, sagði
símastúlkan, og formaðurinn hélt á-
fram að tala, svo að aldrei varð hlé
á. — „Tvö viðtalsbil“, sagði síma-
stúlkan, og formaðurinn hélt áfram
að ausa og úthúða. — „Þrjú viðtals-
bil“, sagði símastúlkan. Þá allt í
einu varð hlé á, svo að ég hugðist
koma að beiðni minni um sement.
En þá var formaðurinn horfinn frá
símanum, — hafði lagt heyrnartólið
á að loknum austrinum.
Þessi atburður vakti mér kátínu.
Þarna skaut formaðurinn mér ref
fyrir rass: Hann lét mig sjálfan kosta
allar skammirnar á sjálfan mig! Það
var þó mátulegt á mig! Seinna frétti
ég, að sama kátínan hefði vaknað
þar suður frá, er formaðurinn í allri
sinni mekt varð að arka til réttar-
halds út af nokkrum sementspokum,
sem við höfðum notað í frjálsu fram-
taki án hans leyfis. Ég sá ekki eftir
aurunum fyrir svona nýstárlega
skemmtun.
Allt vorið 1949 og fram á sumar
rérum við að því öllum árum að fá
sementsleyfi handa Gagnfræðaskól-
anum. Gripið var til allra mögulega
ráða. Leitað var liðsinnis, leitað eftir
áhrifum hinna ólíklegustu manna.
Aldrei virtist hinn þrítugi hamar vera
brattari en nú eftir öll réttarhöldin.
Formaður Fjárhagsráðs stóð þar fyr-
ir eins og ljón á veginum. Enginn
virtist þora að æmta eða skræmta
gegn valdi hans. Allar óskir og öll
orð hinna svokölluðu vinstri manna
virtust verða að hjómi eða froðu,
þegar prófessorinn andmælti.
Mátti nú bæn konunnar sér einsk-
is? Höfðu áhrif hennar rokið út í
veður og vind? Mátti hún sér einskis
orðið gegn vilja og vild hins aldraða
guðsþjóns?
Enn trúði ég á máttinn þann. Ein-
hvernveginn hlaut hún enn að hera
sigur úr býtum.
Á lokadag eða 11. maí 1949 kvaddi
bæjarfógeti mig fyrir sig og sýndi
mér bréf frá dómsmálaráðherra, þar
sem beðið var um áframhaldandi
réttarhöld í sementsmálinu gegn mér
og þess krafizt, að komið yrði fram
ábyrgð á hendur okkur bæjarstjóra.
Samkvæmt lögum um Fjárhagsráð
gátu sektir numið allt að krónum
200.000,00 fyrir það að iðka frjálst
framtak í landinu án efnisleyfa frá
Fjárhagsráði. Þetta var mér tjáð en
lögin sá ég aldrei. Hirti ekki um þau.
Hinn 20. maí var ég svo kallaður
til réttarhalds.
Aldrei hafði ég fyrir rétt komið
fyrr en í sementsmáli þessu og var
þó nær fimmtugur að aldri. Og þó
ég segi sjálfur frá, hafði ég alla tíð
verið hinn löghlýðnasti þegn, aldrei
220
BLIK