Blik - 01.06.1969, Side 225
hvorki birt Ijót orS né lastyrði, sem
fuku.
Allir urðu þeir aS lokum sammála
um aS hringja í hagfræðing Fjár-
hagsráðs. Sá var Jónas Haralz, nú-
verandi formaður Efnahagsstofnunar
ríkisins. Þeir tjáðu honum í léttum
tón meginefni blaðagreinarinnar.
Eftir nokkrar umræður skaut hann
því að mér í lágum hljóðum, að
hann vildi reyna að sameina öll öfl í
Fjárhagsráði máli mínu og beiðni
til framdráttar.
Svo var um talað, að ég biði við
símann á Hótel Skjaldbreið, þar sem
ég bjó. Þangað hét hagfræðingurinn
að hringja til mín, áður en hann færi
heim til miðdegisveröar. Klukkan
var farin að halla í tólf. Tíminn leið
og ég beið í ofvæni og hugleiddi
hin dulúðugu öfl og átök, sem hér
virtust eiga sér stað milli bænar og
óbænar um þetta hugöarmál mitt.
Annars vegar alþýðukonan, ein af
minnstu þegnum þjóðfélagsins, ein-
læg, heiðarleg og heit í trú sinni,
hjartað þrungið af góðvild og bæn.
Hins vegar hálærður og hátitlaö-
ur .. .
I sannleika sagt eru þessir vegir
órannsakanlegir. Enda fékk ég rétt
hráðum á því að þreifa.
Klukkan var orðin 12 á hádegi og
ekki lét hagfræðingurinn enn á sér
kræla. Klukkan 12,05 hringdi sím-
inn. Það var hagfræðingur Fjárhags-
ráðs.
Svarið var þetta: „Þú færð sem-
entsleyfi eftir þörfum þetta sumar.“
Jósef Jakobsson (Israelsson) mælti
við bræður sína: Ég er Jósef. Þér
ætluðuð að gera mér illt, en . . .
Þannig fór um sjóferð þá, enda
fór ég sjóleiðis suður, og sjóleiðis
kom ég heim sigurglaður.
Nú var ætlunin að steypa undir-
stöður fimleikahússins á þessu sumri
(1949). Til þess þurfti vinnuafl, því
að mikið þurfti að grafa fyrir und-
irstöðuveggjunum. Jarðvegurinn of-
an á föstu var æði djúpur víöast
hvar.
Vélskóflur voru þá óþekkt tæki í
Eyjum. Allt verk varð því að vinna
með reku í hönd.
Síldarvertíö var hafin, þegar sem-
entsleyfiö fékkst loks, og þess vegna
engan mann að fá, sem inna vildi
þetta verk af hendi. Það varð því að
ráði, að ég ynni það sjálfur. Með mér
í gröftinn fékk ég bráöduglegan og
þrekmikinn ungling, Guðmund heit-
inn Guðmundsson að Faxastíg 27 hér
í bæ.
Vikur liðu og við grófum og gróf-
um. Þó ég aldrei nema til klukkan
þrjú á daginn, því að klukkan fjögur
varð ég að sinna skyldustörfum mín-
um í SparisjóÖi Vestmannaeyja, eins
og ég hafði gert frá stofnun hans.
Jafnframt því, að við grófum fyr-
ir undirstöðuveggjum fimleikahúss-
ins, slógu smiðir upp mótum fyrir
miðhæð byggingarinnar.
Svo liðu 3 mánuðir og ekkert
heyrðist frá dómsmálaráðuneytinu.
Ætluðu þeir að láta hér staöar num-
ið?
í ágústmánuði 1949 skyldi Sigfús
M. Johnsen skila af sér bæjarfógeta-
blik
223