Blik - 01.06.1969, Side 226
embættinu, samkvæmt eigin ósk.
Hinn nýbakaði bæjarfógeti var
Gunnar Þorsteinsson, hæstaréttarlög-
maður.
Hinn 20. ágúst vorum við undir
það búnir að steypa tindirstöðu-
veggi fimleikahúss skólans. En þann
dag tafðist ég frá verki, því að bæj-
arfógetinn nýi hafði hvatt mig til
réttarhalds. Hann lét ekki dragast úr
hömlu fyrir sér að draga sements-
sökudólginn fyrir lög og dóm.
Þarna voru þá tveir bæjarfógetar
í kringum mig í réttarhaldskytrunni
á Tindastóli, byggingu bæjarfógeta-
embættisins, og nýr fulltrúi, Jón Þor-
steinsson minnir mig hann héti, ■—
stjórnaði réttarhöldunum í áheyrn
þeirra.
Samtals taldi ég þarna 24 gyllta
hnappa á brjóstum og magálum, sem
voru svona í þykkara lagi. Þannig
hugsaði ég í beiskju minni og fleira
í þeim dúr, meðan á bókun stóð, og
gefa þær hugsanir eilitla hugmynd
um hugarástand mitt.
„Þér hafið boðið 20 krónur í rétt-
arsætt og það er smánarboð,“ sagði
hinn nýi bæjarfógeti með þjósti.
Augnaráðið og svipurinn gaf til
kynna, að ég væri ósvífinn maður
gegn valdhöfum, lögum og rétti, og
þó léttvægur fundinn.
Þá svall mér móður. Hvorki fyrr
né síðar hef ég fundið hjá mér hvöt
til að láta hnefa sernja sátt, eins og
Stjáni blái gerði. Þá hefði hinn nýi
bæjarfógeti vissulega fengið ástæðu
til að sakfella mig og lögsækja. Ljós-
lifandi stóð mér fyrir hugskotssj ón-
um frá æskuárunum þrútinn hroka-
dólgur. ---- Þetta var fulltrúi rík-
isvaldsins íslenzka, sem ég var að
þræla fyrir kauplaust. Því bar að
kosta byggingarframkvæmdirnar að
hálfu leyli gegn bæjarsjóði sam-
kvæmt lögum. I stað þess beitti það
mig rangsleitni, hlutdrægni og dilka-
drætti. I þessari andrá stóð mér sú
vissa ljós fyrir, að timburkaupmaður
í bænum, sem hafði selt mér allt
steyputimbrið til byggingarinnar
fyrir tugi ef ekki hundruð þúsunda
króna án allra leyfa frá Fjárhags-
ráði, hafði síðan í óvild sinni og fá-
vizku sagt formanni Fjárhagsráðs frá
sementskaupum mínum og komið
þannig málsókn þessari af stað. Vita-
skuld var hann sjálfur í sök vegna
hinna óleyfilegu timbursölu, en því
máli öllu sleppti formaður Fjárhags-
ráðs til þess að timburkaupmaðurinn,
flokksbróðir hans og pólitískur sálu-
félagi, lenti ekki í netinu með sér.
Þannig voru þessi trippi öll rekin?
Eru þau það ekki enn?
En hver seldi mér svo sementið?
Það gerði bæjarstjórinn Olafur Á.
Kristjánsson, sem þeir töldu vera
„bölvaðan bolsa“. Síðan varð hann
að greiða sömu sektir og ég fyrir söl-
una á sementinu til skólans.
En nú gafst ekkert tóm til þess að
velta fyrir sér einkennum hins spillta
íslenzka þjóðfélags. Bæjarfógetanum
nýja varð ég að svara: „Þið fáið
ekki eina krónu í réttarsætt umfram
það sem ég hef boðið“, sagði ég í
sama tón og til mín var talað.
„En heyrðu nú, Þorsteinn,“ sagði
224
BLIK