Blik - 01.06.1969, Page 231
deilum, réttarhöldum og sektum?“
spurði ég. „Hvað eigið þér við?“
spurði hann. „Eg á við það, að við
steypum salinn, hvað sem þið segið.“
„Þá fáið þið ekkert, ef þið eruð með
hótanir,“ sagði arkitektinn.
Ekkert meira sagt. Engar kveðjur.
Ég út um aðrar dyrnar. Hann út um
hinar. Mættumst á ganginum þegj-
andi.
Daginn eftir mætti ég á götu Aðal-
steini Eiríkssyni námsstjóra gagn-
fræðastigsins. Hann hafði lengi ætl-
að sér að koma út í Eyjar til okkar
til efíirlits. Næsta dag kom náms-
stjórinn tii Eyja. — Hann tjáði mér
m. a., að Skagfirðingar hefðu tekið
það ráð að grafa undirstöður hins
væntanlega Varmahlíðarskóla í jörðu
til þess að verja þær frostskemmdum,
þegar útilokað var, að þeir fengju
sementsleyfi til frekari byggingar-
framkvæmda hjá Fjárhagsráði. Grun
hef ég um, að undirstöðurnar séu
enn ónotaðar.
Siglfirðingar grcfu einnig fyrir
byggingu yfir gagnfræðaskólann sinn.
011 sú vinna varð til einskis, sagði
námsstjórinn, með því að sement
fengu þeir aldrei, ekki einn poka.
(Þessir skólar voru einnig olnhoga-
börn stjúpunnar).
Jafnframt tjáði námsstjóri mér,
að Helgi Eyjólfsson arkitekt, sem
reiknað mun hafa út sementsmagnið
á innveggi skólans, hafi kært mig
fyrir fræðslumálaráðuneytinu fyrir
ósæmilega framkomu við sig varð-
andi fimleikasalinn.
Nú liðu nokkrir dagar. Þá fór ég
aftur til Reykjavíkur vegna uppgjörs
bæjarsjóðs og skuldaskila við ýmsar
stofnanir.
Einn daginn gerði ég boð á und-
an mér á fræðslumálaskrifstofuna.
(Spurðist fyrir um það, hvort
fræðslumálastjóri væri við látinn).
Kom þar klukkan 9 að morgni. Eftir
15 mínútur kom Þorsteinn Einarsson,
íþróttafulltrúi, að máli við mig. Var
hann þá að koma frá Fjárhagsráði
með þau skilaboð til mín, að bezt
væri, að við steyptum upp „jjandans
salinn“. Þá var sá sigur unninn. Þeir
byggja með góðmennskunni fyrir
norðan! Ég hef valið hitt, því að
annað gagnar mér ekki!“ — Þannig
hef ég skráð þetta í dagbók mína,
þegar ég kom heim. Ég óska að taka
3. hœð og fimleikasalurinn steyptur upp sumarið 1951.
BLIK
229