Blik - 01.06.1969, Side 233
þó verst það, að engir voru peningar
í hendi, ekki einn eyrir til byggingar-
framkvæmdanna. Bæjarsjóður var í
sárri fjárþröng. Bar þar margt til,
og þó fyrst og fremst milljónatöp á
rekstri bæjartogaranna á undanförn-
um árum. AÖeins iausaskuldir þeirra
námu 2 milljónum króna vorið 1952.
Eina píslargönguna átti ég þá eft-
ir enn. Nú var hún gengin milli valda-
manna á sviði fjármálanna í Reykja-
vík. Msr taldist svo til, að ég hefði í
þeirri göngu vorið 1952 fundið meir
en 10 slíka valdamenn að máli og
beiðzt þess, að þeir létu stofnanir
þær, sem þeir stjórnuðu, veita lán
Vestmannaeyjakaupstað eða Gagn-
fræðaskólanum eða mér persónulega
með íbúðarhús að veði. Þetta voru
bankastjórar, forstjórar trygginga-
félaga og annarra stofnana, sem ég
vissi að lúrðu á fjármagni. Alls stað-
að fékk ég sama svarið. Bæjarsjóður
Vestmannaeyja var skuldunum vaf-
inn sökum milljónataps á undan-
förnum árum og skuldir hans höfðu
þess vegna hlaðizt upp í bönkum og
við ýmsar opinberar stofnanir.
Enn kom ég heim ef til vill öngul-
sárari en nokkru sinni fyrr. Ekki var
annað sjáanlegt en að starfsemi skól-
ans yrði að liggja á hillunni að
minnsta kosti eitt ár.
Hverjar urðu svo afleiðingar þess?
Hvað var til ráða?
Nú varð ekki flúið á náðir Spari-
sjóðs Vestmannaeyja lengur. Þar var
ekkert fé, sem festa mátti í bygging-
unni, þar til ríkinu þóknaðist ein-
hvern tíma að greiða framlag sitt til
hennar. Almenningur hafði haft rýr-
ar tekjur og þá varð Sparisjóðurinn
að vera því vaxinn, þegar haustaði
að hlaupa undir bagga með verst
stæðu fjölskyldunum í bænum. Einn-
ig mátti búast við rýrnun á innstæð-
um fólks af sörnu ástæðum.
Á miðju sumri tókst fræðslumála-
stjóra að útvega mér handa skólanum
30 þúsund króna lán. Sjálfum tókst
mér að herja út 20 þúsund króna lán
í Búnaðarbankanum. 011 önnur sund
lokuð. Þá var áætlað, að okkur skorti
ekki minna en 200 þúsundir króna
til þess að komast skammlaust í bygg-
inguna með skólann á komandi
hausti. M. a. vantaði allt til kynding-
ar í húsið og svo vatnsleiðslukerfið.
Allt efni lá á lausu og öll tæki, líka
kyndingarketillinn, en greiða þurfti
hlutina ásamt allri vinnu við bygg-
inguna. Mikil múrvinna í kjallara
hússins var líka ógjörð, svo að skól-
inn yrði starfhæfur þar. Hærra var
ekki hugsað.
Múrvinnan hófst á miðju sumri og
hana greiddi ég með fengnum 50
þúsundunum.
Eftir miklar vangaveltur fundust
fjármálaúrræðin, ef ... ef ... ef
Eyjabúar sjálfir vildu hlaupa undir
bagga með mér, leggja fé inn í Spari-
sjóðinn, og ég fengi það svo lánað
handa skólanum. Allur þorri þessa
fólks hafði aldrei brugðizt mér, þeg-
ar að þrengdi og á var knúið. Þessi
„hugsjónaangurgapi“, eins og einn
af andspyrnuforingjunum kallaði mig
í gremju sinni eitt sinn á opinberum
fundi, átti sín ítök, líka meðal kjós-
BLIK
231