Blik - 01.06.1969, Page 235
aðalkennari minn við skólann, bár-
um saman ráð okkar. Eg vissi að
hann var víkingur til líkamlegrar
vinnu, ef hann vildi leggja hönd á
plóginn, ekki síður en í kennslustarf-
inu.
Við urðum á eitt sáttir um það,
að vinna sjálfir í skólahúsinu hvern
dag efiir því sem við gætum komið
því við.
Þarna unnum við svo þau verk
helzt, sem aðrir veigruðu sár við að
vinna eða vildu sízt inna af hendi.
T.d. hjuggum við öll gólfin í kennslu-
stofum og gangi neðstu hæðarinnar,
sem við vildum geta tekið í notkun
þetta haust. Rásir í múr hjuggum við
einnig.
Ekki þarf að orðlengja þetta frek-
ar. Hinn 4. október var hitinn feng-
inn í húsnæðið. Og 19. okt, settum
við gagnfræðaskólann fyrsta sinni í
nýju Gagnfræðaskólabyggingunni.
Það var hátíðlegur dagur í huga okk-
ar. Þó vantaöi þar margt, sem sjálf-
sagt þykir til þæginda og hreinlætis.
T. d. voru engir dúkar á gólfum. Þau
voru aöeins snöggmáluð. Um hendur
gátu þó nemendur þvegið sér. Það
var nýlunda í Gagnfræðaskólanum í
Vestmannaeyjum. Og fjölmargt fleira
var þar þegar til bóta og stóð til bóta.
Við höfðum þarna 4 kennslustofur
til afnota, og vel fannst okkur fara
þarna um stofnunina í heild, þrátt
fyrir skort á mörgu.
I öðru tilliti höfðum við nú líka
náð merkum áfanga. Nú var fræðslu-
lögum landsins frá 1946 fyrst fram-
fylgt í Vestmannaeyjum. Lengur vor-
um við ekki eftirbátar annarra skóla-
héraða í landinu i því tilliti. Hið
nýja hús Gagnfræöaskólans skapaði
skilyrði til þeirra veigamiklu fram-
fara. En skrattalaust komst sú skipan
ekki á í byggðarlaginu. Einnig þá
og þar var spyrnt við fæti, eins og
fundargerðabók skólanefndar vottar.
Loks fékkst því framgengt, að
fræðslumálastjóri var kvaddur til
Eyja og úrskurðaði hann að lögun-
um skyldi framfylgt, þar sem skilyrði
voru nú til þess í bænum.
Árið 1953. Nokkur stöðnun komst
nú á byggingarframkvæmdirnar sök-
um fjárskorts eftir átökin miklu ár-
ið áður (1952). Þó gátum við full-
gert að mestu tvær kennslustofur á
aðalhæö byggingarinnar þetta sum-
ar og unnið lítilsháttar að lagfær-
ingu á lóð skólans.
Árið 1954. Haustið 1954 var hægt
að taka meginiö af aðalhæð skóla-
hússins í notkun, fjórar kennslustof-
ur. Síðast í nóvember var húsnæði
þetta nothæft.
Síðustu dagana í nóvember vann
allt kennaraliö skólans að því að
leggja gólfdúka á aðalhæðina undir
stjórn fagmanns í starfinu.
Þarna fengum við þá tvær kennslu-
stofur samliggjandi með færanlegum
skilvegg til nota handa félagslífi nem-
enda, en það var snar þáttur í upp-
eldisstarfi skólans alla tíð.
Einnig var á þessu ári lagt gólfið
í fimleikasalinn. Sú framkvæmd kost-
aði mikla peninga, svo vandað sem
það er eða á að vera í alla staði.
Árið 1955. í byrjun ársins 1955
blik
233