Blik - 01.06.1969, Page 240
sér holur í svörðinn svipað og lundi.
I Vestmannaeyjum eru byggðir
þeirra lítið eða alls ekki sundur skild-
ar. Er því oft erfitt að segja til um,
hvað sé lunda- og hvað sé skrofu-
hola. Sumir ætla, að hægt sé að sjá
það á lögun opsins. Það virðist þó
ekki einhlítt. Oruggara er að nota
þeffærin. Komi maður að skrofu-
holu, leynir sér ekki fýlingalyktin.
Göngin eru oftast um metir að
lengd. Innst er örlítil dæld. 1 hana
safna fuglarnir nokkru af hreiður-
efnum, svo sem grasi, fjöðrum, rofa-
lýju og snærisspottum. En ekki er
hægt að segja, að smíðin sé vönduð.
Nokkru framar er útskot eða hliðar-
gangur. Þar liggur annar fuglinn oft-
ast, þegar báðir eru í holunni.
Mökunin fer fram neðanjarðar.
Astarleiknum fylgja fjölbreytileg
hljóð, urr, mal og ámátleg væl. Svörð-
urinn dempar og dreifir kliðnum,
svo að erfitt er að staðsetja bríma-
fuglana.
Eggið er eitt, snjóhvítt. Foreldr-
arnir liggja á til skiptis. Það undrar
sjálfsagt engan, sem þekkir klaktím-
ann. Hann er 52 dagar, en það er
lengsti álegutími íslenzks varpfugls.
Hreiðurdvöl ungans er einnig með
fádæmum, eða 73 dagar. Foreldrarn-
ir ala hann á hálfmeltu fiskmauki.
Svo kjarngóð er fæðan, að á tíma-
bili minnir krílið á blöðru með stút.
Einhvern tíma gróf ég út skrofu-
unga fyrir fuglafræðing. Þegar greyið
hafði verið svæft svefninum langa,
lagði vísindamaðurinn hann á tösku-
lok. Að stuttri stundu liðinni ætlaði
hann að ganga frá fuglinum í safn-
skrínu, en það var um seinan. Dæld-
in í lokinu var full af lýsi, og þar
flaut þessi blýgrái hnöttur.
Sagnir eru til um það í Færeyjum,
að skrofu -og sæsvöluungar hafi áð-
ur verið þurrkaðir, dreginn í gegn-
um þá kveikur og þeir notaðir sem
týrur.
Á varpstöðvum eru skrofurnar
eindregnir náttfuglar. Síðbúnir
lundakarlar heyra þær sveigja yfir
brúnir með hásu, skerandi veini.
Uti á sjó gegnir öðru máli. Við
austurströnd Heimaeyjar má í júlí
iðulega sjá stóra flokka af skrofum
allt frá Stakkabót að Grasatanga
baka sig á góðviðrisdögum. Hóparn-
ir eru hljóðir og spakir, hrökkva
ekki undan bátum, fyrr en frákast
stefnisins úðar þá næstu. Tifa þá á
sjónum, taka nokkur vængjatök og
setjast aftur. I kuli er háttur þeirra
allur annar. Þá eru þær síkvikar,
kafa og svífa á víxl, taka hliðarvelt-
ur með öldukömbum, svo að væng-
broddarnir virðast rista sjávarflöt-
inn. Síðast í ágúst afrækja foreldr-
arnir ungann. Hlutverki þeirra er
lokið. Viku síðar knýr sulturinn ung-
ann til að beita vængjum og leita
sjávar.
I september finna krakkarnir í
Eyjum nokkrar skrofupysjur, sem
látið hafa blekkjast af ljósadýrðinni
í bænum, og sleppa þeim í sjó.
238
BLIK