Blik - 01.06.1969, Page 241
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Heimaliagarnir
i
Fræðimenn og sögugrúskarar
Margt hafa ýmsir merkir Vest-
mannaeyingar skrifað og skráð um
Eyjarnar sínar á síðustu áratugum,
atvinnulíf, félagslíf, viðskiptalíf og
forna sögu. Einnig hafa ýmsir aðrir
merkir menn, vísindamenn og fræði-
menn, lagt þar orð í belg bæði fyrr
og síðar.
I síðari hópnum mætti fyrstan
nefna Jónas skáld og náttúrufræðing
Hallgrímsson, sem dvaldist við nátt-
úrufræðileg rannsóknarstörf í Eyj-
um sumarið 1837. Hann skráði
skýrslu um athuganir sínar og jarð-
fræðilegar niðurstöður.
Jónas Hallgrímsson komst m. a. að
þeirri niðurstöðu, að gosið hefði á
Heimaey og hraun runnið þar eftir
landnámstíð.
Annálar þjóðarinnar eru yfirleitt
býsna þögulir um Vestmannaeyja-
byggð. I einangrun sinni, undirokun
og fátækt voru þær lengst af eilítið
ey-ríki út af fyrir sig, umkomulaust
og afskekkt. Fréttir bárust þaðan til
meginlandsins bæði strjálar og óná-
kvæmar, enda fátt þaðan í frásögur
færandi, að mönnum fannst, og fáir
voru það, sem áhuga höfðu á ey-ríki
þessu. Stundum voru Eyjarnar alls
ekki taldar með Islandi eða hluti af
því. Skrifað stendur: „Island og
Vestmannaeyj ar“.
Þá aldir liðu, varð þó raunin sú, að
sumir prestar Eyjafólks reyndust vilj-
ugri og atorkusamari að skrá lýsing-
ar á Eyjum, landslagi og lífi fólks-
ins þar, en flestir aðrir stéttarbræð-
ur þeirra á landinu um sínar sóknir.
Ef til vill hefur einangrunin haft sál-
fræðileg áhrif í þá áttina.
Fyrstan presta skal þar nefna séra
Gissur Pétursson að Ofanleiti, sem
var prestur þar á árunum 1687—
1713. Hann tók saman Litla tilvísan
um Vestmannaeyja háttalag og bygg-
ing í kringum árið 1700.
Næst ritar svo séra Jón J. Aust-
mann um Vestmannaeyjar. Hann sat
Ofanleiti á árunuml827—1858. Rit-
gerð lians heitir Utskýringartilraun
yfir Vestmannaeyjar. Hún mun skrif-
uð á árunum 1839—1843.
Séra Brynjólfur Jónsson var sókn-
arprestur í Eyjum 1860—1884. Hann
ritaði all-ítarlega lýsingu á Eyjum,
landslagi og „þjóðlífi“ árið 1873,
Lýsing Vestmannaeyjasóknar. Hún
var gefin út í Kaupmannahöfn árið
1918, og kostaði Gísli læknir, sonur
hans, útgáfuna.
blik
239