Blik - 01.06.1969, Side 243
hinir vitru. Þeir, sem kynnu að vilja
vita það, sem á milli ber hér í hinum
sögulegu efnum, verða að lesa sjálfir,
grúska, íhuga og álykta.
Einu skal ekki gleymt: I Arbók
Ferðafélags Islands 1948, sem helguð
er Vestmannaeyjum, skrifa þeir hinir
vísu menn Dr. phil. Trausti Einars-
son, prófessor, og Dr. Sigurður Þór-
arinsson jarðfræðingur. Prófessor-
inn skrifar um bergmyndun Vest-
mannaeyja og fellir inn í þá grein
ritgerð eftir Dr. Sigurð um jarðvegs-
myndun á Heimaey og öskulög þar
í jarðvegi. I rauninni get ég með
sanni sagt um það, sem þessir menn
flytja okkur í Árhókinni, að það hafi
orðið mér ekki lítil opinberun, ef ég
mætti orða það þannig í léttum dúr,
— opinberun á mína vísu með minni
mjög svo takmörkuðu þekkingu á
jarðvegsmyndun, — jarðlögum og
jarðfræðilegum vísindum yfirleitt.
Og þó dirfist ég að skrá hér nokkrar
ályktanir mínar um nokkurn hluta
Heimaeyjar út frá þeim fræðum, sem
nefndir vísindamenn hafa látið okk-
ur í té og svo íhugun og annarri
fræðslu, sem ég hef aflað mér.
Ætlan mín er sú, að sumir lesend-
ur Bliks hafi nokkra ánægju af skrif-
um þessum og þau auki áhuga og í-
hugun um ýmislegt sögulegt efni hér
í Eyjum.
II
Fyrir fóm þúsundum ára
Síðasta hraungos úr Helgafelli hef-
ur átt sér stað fyrir fám þúsundum
ára. Hraunið rann til allra átta, þó
mest til norðurs og vesturs. Síðan
hefur það ýmist gróið upp, fyllzt
jarðvegi, eða blásið upp og tæmzt af
jarðvegi. Sérstaklega á þessi fullyrð-
ing mín við hraunið um vestanverða
Heimaeyna. Þannig var það, þegar
Jónas Hallgrímsson dró sínar skökku
ályktanir sumarið 1837 um hraun-
rennslið úr Helgafelli. Þá var vestur-
hraunið bert og nakið, því að þá
ríkti uppblásturstímabil urn vestan
verða Heimaey. Það villti skáldið
góða og náttúrufræðinginn mæta.
Þannig hafa skin og skúrir skipzt á
í þessum efnum hér um aldaraðir.
Uppblásturinn á Hánni hin síðari ár-
in er glöggt dæmi um þetta. Nú
klæðist bergið þar aftur grænum
skrúða.
Þegar hraunstraumurinn til norð-
urs nálgaðist klettinn háa (Heima-
klett), var sem einhver séra Jón
Steingrímsson bandaði hendi sinni
gegn rennsli hans, — og sjá: Hraun-
straumurinn nam staðar. I hraun-
jaðarinn mynduðust vik og klappir,
skútar og sker, hnjótar og nibbur.
Þarna mynduðust Básaskerin bæði,
hið efra og hið fremra, Básar, Tangi,
Tangavik, Bratti, Brattaklöpp, Annes-
arvik, Nýjabæjarhella,1 Nýjabæjar-
1 Fyrsta vélknúna frystihúsið á land-
inu, frystihús ísfélags Vestmannaeyja, var
byggt á Nýjabæjarhellu 1908. Gamla Bæj-
arbryggjan stendur á Stokkhellu, gerð þar
að mestu í tveim áföngum, 1907 og 1911.
Básaskerin eru traustasta undirstaða Bása-
skersbryggjunnar. Sama er að segja um
Nautshamarinn undir Nautshamarsbryggj-
unni.
„Steinbryggjan“, klapparhalinn, sem
BLIK 16
241