Blik - 01.06.1969, Side 244
lón, Nýjabæjarfjara, Eyjólfsklöpp,
Stokkhella, Lækurinn, Brúnkolla,
Fúla, Skata, „Steinbryggj an“ (Aust-
urbúöarbryggjan) og svo hnjótar og
hraunrimar, bríkur og standar, sem
sáust þarna fram yfir síðustu alda-
mót, áður en mannshöndin kom til,
fjarlægði, bylti og byggði. Sízt skal
gleyma Nausthamrinum,prýði strand-
arinnar og varnarvegg fiskiskipanna
í uppsátrinu, Hrófunum. Var hann
eða er hann gígtappi eða einhver
önnur eftirlegukind úr blágrýti þarna
í jaðri móbergsstrandarinnar?
Sjórinn flæddi óhindrað inn með
norðurbrún hraunsins, milli hraun-
jaðarsins og klettsins eða Kleifna-
bergsins inn að Hlíðarbrekkum og
svo norður kringum Klettinn vestan-
verðan. Eiðið var ekki til. Engar
eyrar teygðu sig heldur suður frá
Klettinum. Allt þar um kring var
grængolandi sjór. Engin eyri teygði
sig heldur norður frá hraunjaðrin-
um, t. d. frá hraunhæðinni, sem
Skansinn stendur á, í átt að Klettin-
um. Þar sem Langa er nú, var býsna
djúpur sjór og þar inn með Kleifna-
berginu.1
1 Þegar steypa skyldi og hlaða undir-
stöður nyrðri hafnargarðsins, svo og garð-
inn sjálfan, Hörgeyrargarðinn, voru not-
aðir gufuknúnir kranar.
Hinn danski verkfræðingur, sem hafði
yfirstjóm þessa verks, lét afla vatns á
kranana með því að safna því við bergveggi
Heimakletts. Hann afiaði vatnsins á kran-
einokunarkaupmennirnir notuðu fyrir
bryggju fyrir drottins náð og hagleik, um
aldaskeið, gekk fram úr hraunjaðrinum
vestan við Skanshæðina.
Rán hélt áfram að „heyja heimsins
langa stríð“, einnig inn með Urðum
og Heimakletti, Löngu og Kleifna-
bergi. Hafaldan bar með sér sand og
leir, ntöl og smáa og stóra steina lá-
barða.
Gosunum úr Helgafelli fylgdu jarð-
skjálftar, svo að mikið grjót hrundi
m. a. úr Klifinu að norðan verðu.
Holskeflur vestanveðranna veltu og
byltu mörgum þeim steinum austur
með ströndinni og skildu jnarga
þeirra eftir í vestanverðu vikinu milli
Klifs og Kletts. Þar safnaðist að þeim
sandur og möl. Bilið milli Klifs og
Kletts grynnkaði þannig smám sam-
an að norðan verðu. Jafnframt har
austan aldart með sér mikinn sand
og leir, möl og smáa steina inn á
svæðið milli Klettsins og hraunjað-
arsins alla leiðina inn í vikið milli
ana undir Löngu. Þar lét hinn danski verk-
fræðingur grafa undirstöður að vatns-
geymum, sem bergvatnið skyldi seytla í.
Þessir vatnsgeymar standa þarna enn und-
ir berginu. Þegar grafið hafði verið niður
meS bergveggnum fyrir undirstöðu vatns-
geymanna nær þrjá metra, komu verka-
mennirnir niður á rekadrumb um tveggja
metra langan. Allur var hann slepjaður ut-
an. Slepjan virtist stafa af rotnuðu slíi og
öðrum sjávargróðri, sem einhvemtíma í
fyrndinni hafði gróið eSa þróast utan á
drumbi þessum. í kringum sjálfan drumb-
inn var mikið af skeljum og kuðungum í
sandinum eins og raunar í öllum sandinum,
sem þeir mokuðu upp fyrir undirstöðum
vatnsgeymanna.
Heimildarmaður minn að fræðslu þessari
er Friðrik Guðmundsson í Batavíu (Heima-
götu 8). Hann var einn af verkamönnunum,
sem grófu fyrir undirstöðunum.
242
BLIK