Blik - 01.06.1969, Síða 245
fjallanna. (Þrælaeiði á landnáms-
öld).
Þegar Eiðið hafði náð nægilegri
hæð og nógu öflugt orðið, flæddi
austan aldan ekki lengur kringum
Klettinn nema í aftökum. Þannig
hindraðist þá sjávarstraumurinn vest-
ur fyrir Klettinn. Þegar svo var kom-
ið, skildi austan aldan því meira
eftir af „farangri sínum“ sunnan við
Eiðið og Klettinn og fyllti þannig
með tímanum upp svæðið norðan við
hraunjaðarinn og sunnan við berg-
veggi Klettsins, svæðið, sem ber
nafnið Botn nú, en var stundum haft
í fleirtölu á liðnum öldum, — Botn-
ar.
Að austan verðu myndaðist sam-
felld strönd milli Klettsins að norð-
an (austan Löngu) og hraunjaðars-
ins, sem Skansinn stendur á. Yfir þá
strandlengju, sem hlaðizt hafði þarna
upp af stóru og smáu, lábörðu grjóti,
möl og sandi, gekk austan aldan
ekki, þegar tímar liðu, nema í austan
„ólátum“. Vogurinn var ekki til.
Botninn hækkaði smám saman og
fylltist upp, öðrum þræði sökum að-
foks á jarðvegi, jarðvegsefnum ofan
af sjálfri eyjunni, Heimaey. Að lok-
um náðu holskeflur austan veðranna
ekki að flæða þarna yfir. Þá tók
landið að gróa upp.
Við lítum í huganum yfir þetta
svæði svo sem þúsund árum fyrir
landnámstíð. Þá er það að megin
hluta vaxið grasi og svo með tjörnum
og pyttum á víð og dreif. Kringum þá
pytta og þær tjarnir og á botni þeirra
mynduðust gróðurleifarnar, sem
komu upp með sandinum úr Botnin-
um við dýpkun hafnarinnar árið
1936. Þær bera þróuninni vitni.
Við upphaf landnámsaldar eða
nokkru fyrr megnaði Ægir að brjóta
skarð í sinn eiginn varnarvegg, sjáv-
arströndina milli Klettsins og hraun-
jaðarsins. Ef til vill stafar það land-
brot af landsigi, sem þá hefur átt sér
stað. Vogur tekur þá að myndast inn
með hraunjaðrinum. Norðan megin
við voginn myndast dálítil eyri, sem
síðar fær nafnið eyrarháls. Það var
vísirinn að Hörgaeyrinni.
Að sunnan verðu við voginn mynd-
aðist einnig eyri, sem síðar var köll-
uð Hafnareyri. Á henni stendur ytri
hafnargarðurinn, svo sem kunnugt
er. Milli eyranna varð eftir sandrif
á sjávarbotni. Yfir það vatnaði
grunnur sjór um fjörur eða þegar
lágsjávað var. Sandrif þetta var síð-
an um aldir byggjendum Eyjanna
farartálmi eða hættulegur þröskuld-
ur við siglingu inn á voginn eða þar
til það var fjarlægt með tæknitækj-
um tímanna um miðja 20. öldina eða
fyrir tæpum 20 árum. Það gerði
dýpkunarskipið Grettir.
Austur af minni vogsins urðu við
landbrotið mikla tveir jarðfastir
klettar eftir, þegar Ægir braut
skarðið í ströndina: Hringskerið,
sem er rétt austan við haus syðri
hafnargarðsins, og Hrognaskerið
nokkru sunnar, nær Skansinum.
Skyldu þau sker heita gostappar á
máli jarðfræðinganna?
BLIK
243