Blik - 01.06.1969, Page 246
III
Bær Herjólis landnómsmanns í Eyjum
og búseta
Um það virðast ekki deildar kenn-
ingar, að Herjólfur BárSarson Bá-
rekssonar hafi fyrstur manna reist
fastan bústaS í Vestmannaeyjum á
10. öldinni eSa um þaS bil hálfri öld
síðar en Ingólfur Arnarson í Reykja-
vík. Herjólfur byggði bæ sinn í
dalnum eða dalskvompunni, sem síð-
ar er við hann kenndur, og þó öllu
heldur suður af mynni hans.
Ymislegt vekur þá hugmynd, að
Herjólfur landnámsmaður Eyjanna
hafi komið frá Bretlandseyjum til Is-
lands og haft þar kynni af kristinni
trú, þrátt fyrir hörgana austur við
sjávarströndina, ef hann hefur þá
nokkurn tíma blótað goðin þar eða
annars staðar. TrúaS gæti ég því per-
sónulega, að Herjólfur Bárðarson
hefði tekið við prímsigningu á Bret-
landseyjum og síðan aðlaðast hinn
kristna sið með tímanum og kennt
síðan börnum sínum, Ormi og Vil-
borgu, deili á honum. Kem ég að
þeirri hugmynd minni síðar í grein-
arkorni þessu.
ÁSur en Herjólfur Bárðarson
byggði sér hæ til fastrar búsetu í
Vestmannaeyjum og gerðist bóndi
þar, höfðu bændur og búaliðar úr
suðursveitum landsins vetursetu á
Heimaey. Þeir munu hafa stundað
þar fiskveiðar síðari hluta vetrar og
aflað fæðu til heimila sinna. Þá hafa
þeir notað voginn inn með hraun-
jaðrinum að lendingarstað og fund-
iS meira öryggi í þeirri eilitlu höfn
en við sanda og hafnleysi Suður-
strandarinnar. Ekki er þaS heldur ó-
líklegt, að bændur úr Rangárvalla- og
Skaftafellssýslu hinni vestari a. m. k.
hafi stundað vorfiski í Eyjum og
fuglaveiði á sumrum með vinnu-
mönnum sínum eða húskörlum og
svo þrælum á þrælaöldinni.
Tvenn voru að minnsta kosti aðal-
skilyrðin fyrir búsetu Herjólfs bónda
í Herj ólfsdal: Neyzluvatn og nægilegt
beitiland. Herjólfsdalur fullnægði vel
báðum þessum búsetuskilyrðum. I
dalnum var og er ágæt vatnslind, sem
veitir ríkulega, og mikið og gott
beitiland var suður og austur um alla
Eyju (Heimaey). Ef til vill hefur
hraunið um vestanverða eyju verið
gróið upp á búskaparárum Herjólfs
á Heimaey, fyrir og eftir miðja 10.
öldina.
Túnstæði nokkurt var í dalnum.
Ef til vill hefur Herjólfur bóndi kunn-
að „að aka skarni á hóla“, eins og
sagt er um Njál bónda á Bergþórs-
hvoli og aflað sér þannig nokkurrar
töðu af grundunum kringum tjörn-
ina í Dalnum.
Þjóðsagan segir bæ Herjólfs bónda
hafa staðið að vestanverðu í dalnum
undir tindinum háa. Þar á skriðan
að hafa hlaupið á bæinn og kaffært
hann. Allt heimilisfólkið á að hafa
farizt þar nema Vilborg Herjólfs-
dóttir, heimasætan hjartaprúða og
líknsama. Þó þykir sannað, að Herj-
ólfur sjálfur hafi byggt bæ sinn á
lágri hæð sunnan við mynni dalsins,
þar sem bæjarrústirnar voru grafnar
upp árið 1924. Fórst þá ekki bónd-
244
BLIK