Blik - 01.06.1969, Side 247
inn sjálfur undir skriðunni? Hvar
fæst svar við þeirri spurningu? Er
þjóðsagan uppspuni einn og helber?
Hefur hún ekki við neitt að styðjast
eða sáralítið?
Persónulega gæti ég vel fellt rnig
við það, að Herjólfur landnámsmað-
ur hefði strax byggt bæ sinn þar sem
tætturnar voru grafnar upp 1924 og
bærinn er sagður hafa staðið. Þaðan
skammt frá sést vítt suður og vestur
um haf og úteyjar og austur um hæð-
ir á Heimaey. í lokuðum dalkvosum
kusu forfeður okkar sízt að byggja
bæi sína, allra hluta vegna, og þá
ekki sízt sökum hinna vályndu tíma,
sem ríktu um allar jarðir þá og
bjuggu mönnum iðulega miklar hætt-
ur og stundum líftjón.
IV
Ægisdyr
Ekki eru hinir mætu sögugrúskar-
ar okkar sammála um örnefnið okk-
ar gamla og stórfenglega, örnefnið
Ægisdyr. Ekki er ólíklegt, að Herj-
ólfi bónda hafi komið það í hug, er
hann fagurt sumarkvöld stóð vestur
á hraunrimanum milli Torfmýrar og
heimustu lendanna sinna og virti
þar fyrir sér landslagið og ef til vill
alla tilveruna. Suður frá blágrýtis-
hömrum dalfjallsins opnast landið
fyrir vestanöldunni og holskeflun-
um ægilegu í haust — og vetrarbrim-
unum. Að sunnan lokast hlið þetta,
þar sem Ofanleitishamarinn hefst.
„Dyr“ þessar frá bergveggnum að
norðan suður að nyrzta hluta Ham-
arsins hefur Herjólfur og fólk hans,
og svo búsett fólk í Vestmannaeyjum
allar miðaldir, kallað Ægisdyr. Svo
sannarlega opnast landið þarna fyrir
vestanöldunni, holskeflum vestan-
brimsins, — opnast fyrir Ægi í öllu
veldi sínu, blíðu og stríðu eftir at-
vikum. Og ef við lítum svo vestur
til Ægisdyra af vestanverðum Brim-
hólunum, blasa Dyrnar við. Með
feðrum okkar bjuggu skáld, stór-
skáld, líka á nafngiftir.
Kaplagjótan er nyrzt í Ægisdyyr-
um undir bergveggnum bratta. Hún
er örmjó og gjótuleg og nafnið er
sögulegt sannnefni.
Austur af, inn af Ægisdyrum, er
Torfmýrin. Þar hefur Herjólfur bóndi
rist torfið á þökin sín að öllum lík-
indum.
Þegar föst byggð hafði verið í Eyj-
um í meira en hálfa fjórðu öld (350
ár), er Hauksbók skrifuð eftir frá-
sögn Sturlungabókar og landnáma-
bókar Styrmis fróða. Þó er frásögnin
í Hauksbók öll ýtarlegri en í nefnd-
um heimildum. Höfundur Hauksbók-
ar er Haukur lögmaður Erlendsson
(d. 1334). Hann kemst svo að orði,
að Herjólfur bóndi hafi búið í Herj-
ólfsdal „fyrir innan Ægisdyr, þar
sem nú er hraun brunnið.“ Þetta
orðalag kemur býsna vel heim við
bæjarstæðið, sem grafið var upp ár-
ið 1924. Vissulega er það innan við
Ægisdyr, þar sem inn þýðir frá sjón-
um, inn til landsins. Þannig er þetta
atviksorð notað enn í dag um land
allt. Andstaðan er út, ■— út til hafsins.
Skammt sunnan við bæ Herjólfs
245
BUK