Blik - 01.06.1969, Page 248
bónda trónuðu hraunstandarnir í
brunahraunsjaðrinum og hafa lík-
lega gnæft óvenju hátt, þegar heim-
ildarmaður Hauks lögmanns orSaSi
frásögn sína í eyru hans rétt fyrir
aldamótin 1300. Þá hefur einmitt
rofa- og uppblásturstímabiliS veriS
ríkjandi vestur um alla Heimaey, •—
vestur um allt Heimaeyjarhraun og
þaS veriS eins og hraun runniS og
brunniS fyrir ekki ýkjalöngum tíma.
Uppblásturstímabil þessi hafa villt
fleiri en náttúrufræSinginn Jónas
Hallgrímsson.
011 finnst mér frásögn Hauksbókar
eSlileg og svo mjög í samræmi viS
alla staShætti, aS ég satt aS segja
undrast, hversu sögugrúskararnir
geta veriS ósammála um margt af
þessu, ýft sig og fýlt grön yfir fá-
fræSi eSa skakkri ályktun hins. Allt
verSur slíkt svo broslegt af mínum
sjónarhól séS, því aS margt af þessu
sögulega efni er mjög á huldu og
alls ekki auSvelt aS sanna eitt eSa
annaS, eSa þá afsanna, í frásögnum
þessum. — Já, broslegt er þaS, þeg-
ar menn setja sig þannig á háan hest,
t. d. þegar einn af grúskurunum
hneykslast yfir athugunarleysi og fá-
fræSi hins, en sjálfum sést hinum
sama yfir heila kirkju í Vestmanna-
eyjum, sem viss vísitasía greinir frá
og fullyrSir, aS nýbyggS sé.
Hver og einn ætti aS „ganga hægt“
um sögunnar dyr, þar sem heimild-
ir eru litlar ,frásagnir myrkar og at-
burSirnir þess vegna meira og minna
mistri huldir.
Hvergi mun þó sögugrúskurunum
246
bera meira á milli en um örnefniS
Ægisdyr.
V
Hvar 'stóðu Ormsstaðir í Vest-
mannaeyjum?
Annar landnámsmaSur í Vest-
mannaeyjum var Ormur sonur Herj-
ólfs bónda, eftir því sem Hauksbók
fullyrSir. Ég trúi því, sem þar er
skráS um landnám í Eyjum, því aS
mér þykir sú frásögn sennilegust.
Ormur Herjólfsson kallaSi bæ sinn
OrmsstaSi. Sagan segir hann hafa
átt allar Eyjar og veriS kallaSur inn
auSgi. Hjá honum hefur svo Vilborg
systir hans fengiS land undir bú, er
hún byggSi á VilborgarstöSum og
tók aS reka þar búskap í meydómi
sínum og jómfrúarstandi. Hún var
úrvalskona meS hjartaS sannarlega á
réttum staS, eftir því sem þjóSsagan
um hana og hrafninn gefa í skyn og
svo sagan um vatnssölu föSurins og
gjafavatniS hennar.
Höfundur Hauksbókar segir Orms-
staSi í Eyjum hafa staSiS „við Ham-
ar niðri, þar sem nú er blásið allt.“
Þegar Hauksbók var skráS, um
1300, voru OrmsstaSir ekki lengur
til í Eyjum. Meginhluti lands þeirra,
heimalands, var blásiS upp, -— ör-
foka. ViS skulum veita því athygli,
aS höfundur Hauksbókar orSar þaS
ekki þannig, aS land jarSarinnar hafi
sokkiS í sæ eSa Ægir brotiS það niS-
ur. Mundi þaS ekki líklegra orðalag,
ef Ormsstaðir hefðu staðið vestan
við Ofanleitishamar, eins og einn
sögugrúskari Eyja fullyrðir. Sú full-
yrðing virðist mér býsna hæpin.
BLIK