Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 249
Þeir hinir sögufróðu, sem fullyrða,
að Ormsstaðir í Eyjum hafi staðið
vestur við Ofanleitishamar eða jafn-
vel vestan við hann (sjórinn brotið
landið), færa fram m. a. máli sínu
til sönnunar, að orðið hamar á gömlu
Vestmannaeyjamáli feli einvörðungu
í sér hugtakið blágrýtishamar, berg-
vegg úr blágrýti. Önnur merking sé
þar ekki til í orðinu og hafi aldrei
verið þar til. Þess vegna hljóti að
vera átt við Ofanleitishamar, þar sem
Hauksbók segir „við Hamar niðri“.
Það getur verið rétt eða hér um
bil rétt, að orðið berghamar í gömlu
Eyjamáli merki aðeins blágrýtisham-
ar eða bergvegg úr öðru efni en mó-
bergi. Ýmislegt styður þá fullyrð-
ingu, svo sem þessi örnefni, þar sem
bergtegundin er blágrýti: Austurham-
ar, norðaustan í Elliðaey, — Steðja-
hamar og Suðurhamar í sömu ey.
Hér er hyggt á því, sem greinagóðir
fuglaveiðimenn tjá mér. Þannig mun
það einnig vera um Álkuhamar sunn-
an í Miðkletti, Lambhilluhamar í
Stórhöfða og Rauöhamar í Brandi.
Ekki má heldur gleyma Grásteins-
hamrinum fyrir sunnan Kaplapytti í
Stórhöfða.
En svo kemur babb í hátinn og
það stríöir illa gegn fullyrðingum
hins sögufróða Eyjamanns. í Álfsey
(Álsey) er móbergshamar, sem heitir
Rúðarhamar. Þannig má þá benda
sögugrúskaranum á það, að ekki er
kenningin einhlít.
Við fullyrðingu sögugrúskarans er
líka það að athuga, að Hauksbók er
alls ekki skrifuð á máli Eyjafólks um
1300, og líklega hefur Haukur lög-
maður Erlendsson aldrei til Eyja
komið, enda þótt hann væri lögmað-
ur Suður- og Austuramtsins um fimm
ára skeið. Áður en hann hlaut þá
tign, hafði hann lokið við að skrá
bók sína.
Haukur lögmaður hefur orðað frá-
sögn sína um Ormsstaðabæinn í Eyj-
um eftir sögn eða lýsingu annarra
manna á staöháttum þar, — þeirra,
sem að líkindum hafa dvalizt í Vest-
mannaeyjum einhvern tíma, t. d. við
sjóróðra, — haft þar vetur- eða vor-
setu.
Séra Jón J. Austmann, prestur á
Ofanleiti, var alinn upp í Vestur-
Skaftafellssýslu og svo prestur þar
um skeið, nefnir bergveggi Heima-
kletts hamra bæði að norðan og
sunnan. Ekki fer milli mála, hver
bergtegundin er í klettinum þeim.
Um Dufþekju segir prestur: „Yfir
sjávarmál eru þar annars geysiháir
hamrar .. .“ Prestur ræðir um fýl-
ungann utan í hömrunum, þar sem
einungis er um móbergshamra að
ræða. Hann ræðir einnig um háa
hamra stöllótta. „Þeir heita Skiphell-
ar“, segir hann. Engum dylst, að þeir
eru úr móbergi. „Grjótbyrgi eru þar
uppi í hömrunum“, segir hann um
Fiskhellana. Það eru móbergshamr-
ar. Skrúðbyrgi segir prestur vera
uppi í hömrum í Kleifnabergi, mó-
bergshömrunum þeim, einmitt þar
sem Ormsstaðir stóðu“ við Hamar
niðri.“
Sveinn Pálsson, læknir og nátt-
úrufræðingur, kemst þannig að orði
BLIK
247