Blik - 01.06.1969, Side 250
í Ferðabók sinni: „í hömrum þess-
um er alls staðar móberg (Túffa)“.
Þannig hef ég sannað það, að hug-
takið hamar á íslenzku getur alveg
eins vel þýtt móbergshamar, þ. e.
þverhníptur bergveggur úr móbergi.
„. . . við Hamar niðri . . .“ er of-
ur eðlilegt orðalag hjá höfundi
Haukshókar, þar sem Ormsstaðjr
hafa staðið á graslendinu, þar sem
Heimaey er lægst, nefnilega á flot-
lendinu grasigróna suður og vestur
af Kleifnabergi, ef til vill norðaust-
ur af Skiphellunum, þar sem bærinn
var öruggur fyrir grjóthruni úr Klifi,
Stóra- og Litlaklifi.
Heimaland bæjarins hefur verið
hið slétta graslendi, Botninn eða
Botnar, eins og það var kallað. Þarna
var votlent á vissum svæðum, tjarn-
ir og pyttir með gróðri í og allt um
kring. Já, þarna voru víðáttumikl-
ar graslendur, áður en allt þetta
flæmi blés upp eða hvarf fyrir afli
Ægis. Það þoldi ekki ágang búfjár-
ins og átroðning manna og dýra
fremur en svo mörg önnur landspild-
an á landi okkar fyrr og síðar. Þess
vegna er þar nú allt of víða blásið
land og örfoka, þar sem áður var
grassvörður þykkur og gróðursæld
mikil.
Og þarna mitt í graslendinu suður
og austur af Kleifnaberginu var Alf-
heiðarpollur, þar sem blessuð gamla
konan hún Álfheiður drukknaði í á
leið til kirkju sinnar, Klementskirkju
á Hörgaeyri, svo sem greint er frá í
gömlum heimildum.
Á Ormsstöðum voru býsnagóð bú-
setuskilyrði. Graslendið um alla
Heimaey var mikið og kjarngott.
Þarna voru líka góð ræktunarskilyrði
heima við, hafi Ormur bóndi kunnað
að „aka skarni á hóla“, notfæra sér
búfjáráburðinn og saurindin frá búa-
liðinu, eins og bóndinn á Bergþórs-
hvoli. Ekki efast ég um það, ef Herj-
ólfur faðir hans hefur komið frá
Bretlandseyjum eðaOrkneyjum hing-
að til landsins. Þá hefur hann það
kunnað og kennt syni sínum.
Skammt frá Ormsstaðabænum
fékkst nægilegt og gott drykkjarvatn.
Það gat Ormur bóndi látið sækja
undir hamarinn austan við Kleifna-
bergið, þar sem enn seytlar vatn
fram úr berginu og dönsku verzlun-
armennirnir höfðu „körin“ sín síðar
um aldaskeið og sóttu í neyzluvatn,
því að þeim bauð við rigningarvatn-
inu, sem Eyjabúar ella urðu að gera
sér að góðu. Af dönsku „körunum“,
vatnskerjunum þeirra, er myndað
örnefnið „Karató“, ofan við fram-
streymi vatnsins úr berginu.
I pyttunum og tjörnunum á flat-
lendinu sunnan við Kleifnabergið
og þar vestur og austur hefur einn-
ig fengizt nægilegt vatn til þvotta
a. m. k., því að saltmengað hefur
það ekki verið að mun fremur en
vatnið í Póstinum á Póstflötum var
hér áður fyrr. Nothæft hefur það
einnig verið til brynningar búfé.
Hvenær Ormur bóndi Herjólfsson
bjó á Ormsstöðum, er mér ekki vit-
anlegt nákvæmlega, en það hefur
verið í síðari hluta 10. aldar og fram
á þá 11., ef faðir hans hefur byggt
248
BLIK